Íslenski boltinn

Ólafur: Stigið stendur eftir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í Grindavík. Mynd/Víkurfréttir
Úr leiknum í Grindavík. Mynd/Víkurfréttir

Það var mikil dramtík í Grindavík þar sem draumamark Jóhanns Bergs Guðmundssonar tryggði Breiðabliki jafntefli 2-2. Markið kom í viðbótartíma.

„Casper markvörður var að segja mér að hann hafi fengið þrjú skot á sig í leiknum, tvö af þeim fóru inn. Frábær aukaspyrna hjá Scotty og svo slæm varnarmistök hjá okkur í síðara markinu. Við jöfnuðum í blálokin og fengum allavega stigið, það er það sem stendur eftir," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.

Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga var súr. „Þetta var ótrúlega svekkjandi. Við vorum búnir að berjast eins og grenjandi ljón allan seinni hálfleikinn. Við gátum nánast ekkert í leiknum en maður kemst langt á baráttunni," sagði Orri við Stöð 2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×