Róbert beitir sér fyrir samstarfi við virta sjúkrastofnun í Bandaríkjunum 21. nóvember 2008 13:30 Hugsanlegt er að Háskólinn í Reykjavík og heilbrigðisstofnanir hér á landi fari í samstarf við eitt virtasta sjúkrahús Bandaríkjanna í tengslum við rannsóknir á brjóstakrabbameini.Þetta er ástæða þess að Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments og fyrrverandi forstjóri Actavis, sást skoða Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á dögunum. Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, greindi frá því á Alþingi í morgun að þekktur auðmaður hefði sést á stofnuninni í fylgd með fulltrúum heilbrigðsráðuneytisins og átti hún þar við Róbert. Spurði hún ráðherra hvað hann hefði verið að gera þar en ráðherra sagðist ekki getað svarað fyrir einstakar heimsóknir manna.Styrkja brjóstakrabbameinsrannsóknirRóbert Wessmann segir í samtali við Vísi að tilviljun ein hafi ráðið því að hann hafi sést í Keflavík en hann hafi að undanförnu skoðað aðstöðu hér á landi vegna hugsanlegs samstarfs Háskólans í Reykjavík og sjúkrastofnana við eitt virtasta sjúkrahús Bandaríkjanna.„Ég hef haft áhuga á heilsugeiranum og ég og konan mín höfum verið að styrkja rannsóknarverkefni í tengslum við brjóstakrabbameinsaðgerðir. Það snýr að þjónustuþörf kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein og hvernig sé hægt að hlúa betur að þeim. Það er von á niðurstöðum úr því verkefni fljótlega," segir Róbert.Hann segir hins vegar að hann hafi einnig haft frumkvæði að því að fá eitt af leiðandi sjúkrahúsum Bandaríkjanna í rannsóknarsamstarf við Háskólann í Reykjavík með aðkomu heilbrigðsstofnana. Ef af þessu verði skapi það störf hér á landi og skili niðurstöðum sem myndu nýtast í heilbrigðisþjónustu bæði hér á landi og um allan heim. „Ef þetta yrði til þess auka samstarf við rannsóknarstofnanir erlendis og byggja upp atvinnu hér þá yrði maður glaður," segir Róbert.Hefur áhuga á loftræstikerfumRóbert vill ekki gefa of mikið upp um rannsóknina þar sem ekki er búið ganga frá samstarfssamningum en Háskólinn í Reykjavík er meðal fimm aðila sem kemur til greina hjá hinni virtu bandarísku stofnun. Aðspurður vonast Róbert til að að það skýrist á næstu vikum hvort af samstarfinu verði.Í frétt Vísis af málinu kom fram að Róbert hefði sýnt skurðstofunum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sérstakan áhuga. „Ég hef aldrei áður komið inn á skurðstofu. Ég hef byggt lyfjaverksmiðjur um allan heim og þar er mikil áhersla á loftræstikerfið og ég vildi skoða hvernig þeim málum væri háttað á skurðstofum," segir Róbert. Tengdar fréttir Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments, var á ferðinni á dögunum með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins að skoða Heilbrigðsstofnun Suðurnesja og sýndi skurðstofum sem til stendur að loka mikinn áhuga. Þetta fullyrðir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 21. nóvember 2008 11:47 Segir auðmann hafa sýnt skurðstofum á Suðurnesjum áhuga Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði heilbrigðsráðherra um það á Alþingi í dag í hvaða erindagjörðum einn af þekkstu auðmönnum landsins hefði verið þegar hann skoðaði starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins á dögunum. 21. nóvember 2008 11:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Hugsanlegt er að Háskólinn í Reykjavík og heilbrigðisstofnanir hér á landi fari í samstarf við eitt virtasta sjúkrahús Bandaríkjanna í tengslum við rannsóknir á brjóstakrabbameini.Þetta er ástæða þess að Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments og fyrrverandi forstjóri Actavis, sást skoða Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á dögunum. Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, greindi frá því á Alþingi í morgun að þekktur auðmaður hefði sést á stofnuninni í fylgd með fulltrúum heilbrigðsráðuneytisins og átti hún þar við Róbert. Spurði hún ráðherra hvað hann hefði verið að gera þar en ráðherra sagðist ekki getað svarað fyrir einstakar heimsóknir manna.Styrkja brjóstakrabbameinsrannsóknirRóbert Wessmann segir í samtali við Vísi að tilviljun ein hafi ráðið því að hann hafi sést í Keflavík en hann hafi að undanförnu skoðað aðstöðu hér á landi vegna hugsanlegs samstarfs Háskólans í Reykjavík og sjúkrastofnana við eitt virtasta sjúkrahús Bandaríkjanna.„Ég hef haft áhuga á heilsugeiranum og ég og konan mín höfum verið að styrkja rannsóknarverkefni í tengslum við brjóstakrabbameinsaðgerðir. Það snýr að þjónustuþörf kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein og hvernig sé hægt að hlúa betur að þeim. Það er von á niðurstöðum úr því verkefni fljótlega," segir Róbert.Hann segir hins vegar að hann hafi einnig haft frumkvæði að því að fá eitt af leiðandi sjúkrahúsum Bandaríkjanna í rannsóknarsamstarf við Háskólann í Reykjavík með aðkomu heilbrigðsstofnana. Ef af þessu verði skapi það störf hér á landi og skili niðurstöðum sem myndu nýtast í heilbrigðisþjónustu bæði hér á landi og um allan heim. „Ef þetta yrði til þess auka samstarf við rannsóknarstofnanir erlendis og byggja upp atvinnu hér þá yrði maður glaður," segir Róbert.Hefur áhuga á loftræstikerfumRóbert vill ekki gefa of mikið upp um rannsóknina þar sem ekki er búið ganga frá samstarfssamningum en Háskólinn í Reykjavík er meðal fimm aðila sem kemur til greina hjá hinni virtu bandarísku stofnun. Aðspurður vonast Róbert til að að það skýrist á næstu vikum hvort af samstarfinu verði.Í frétt Vísis af málinu kom fram að Róbert hefði sýnt skurðstofunum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sérstakan áhuga. „Ég hef aldrei áður komið inn á skurðstofu. Ég hef byggt lyfjaverksmiðjur um allan heim og þar er mikil áhersla á loftræstikerfið og ég vildi skoða hvernig þeim málum væri háttað á skurðstofum," segir Róbert.
Tengdar fréttir Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments, var á ferðinni á dögunum með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins að skoða Heilbrigðsstofnun Suðurnesja og sýndi skurðstofum sem til stendur að loka mikinn áhuga. Þetta fullyrðir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 21. nóvember 2008 11:47 Segir auðmann hafa sýnt skurðstofum á Suðurnesjum áhuga Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði heilbrigðsráðherra um það á Alþingi í dag í hvaða erindagjörðum einn af þekkstu auðmönnum landsins hefði verið þegar hann skoðaði starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins á dögunum. 21. nóvember 2008 11:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments, var á ferðinni á dögunum með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins að skoða Heilbrigðsstofnun Suðurnesja og sýndi skurðstofum sem til stendur að loka mikinn áhuga. Þetta fullyrðir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 21. nóvember 2008 11:47
Segir auðmann hafa sýnt skurðstofum á Suðurnesjum áhuga Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði heilbrigðsráðherra um það á Alþingi í dag í hvaða erindagjörðum einn af þekkstu auðmönnum landsins hefði verið þegar hann skoðaði starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins á dögunum. 21. nóvember 2008 11:22