Lífið

Hrafninn er ánægður með nýjan meirihluta

Ingvi Hrafn Jónsson.
Ingvi Hrafn Jónsson.

Ingvi Hrafn Jónnson sjónvarpsstjóri ÍNN er afar glaður með nýjan meirihluta í borginni. „Ég hef ekki orðið svona glaður síðan sjálfstæðisflokkurinn komst til valda í síðustu kosningum og raunar er ég enn glaðari núna því borgarstjórastóllinn hafði verið þýfi í 102 daga og nú er búið að skila honum aftur," segir hann og bætir við: „Hrafninn er glaður."

Aðspurður hvernig honum lítist á nýjan borgarstjóra Ólaf F. Magnússon segist hann afar ánægður með að hann hafi náð saman með sjálfstæðismönnum. „Menn mega ekki gleyma því að Ólafur F. Magnússon er sjálfstæðismaður. Eins og gengur verður smá vík milli vina en hann er sjálfstæðismaður og ekkert annað."

Því til staðfestingar bendir Ingvi á að málefnaskráin sem samþykkt hefur verið sé alveg í takt við áherslur sjálfstæðismanna. Hann tekur dæmi af Reykjavíkurflugvelli: „Ég vil hafa flugvöllinn og við sjálfstæðismenn viljum það. Enda stendur ekki til að færa flugvöllinn og ég skil ekki hvers vegna í fjandanum menn eru að gera eitthvað veður út af þessum flugvelli. Ég fullyrði að þegar endanleg ákvörðun verður tekin um staðsetningu flugvallarins þá verða allir núverandi borgarfulltrúar hættir í pólitík."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.