Lífið

Heath Ledger 1979-2008

Heath Ledger var ein af skærustu ungu stjörnum Hollywood, og átti að baki fjölda vel metinna kvikmynda. Hann þótti jafnvígur á dramatík og gamanmyndir, var talinn líklegur til frekari afreka á kvikmyndasviðinu. Dauði hans

Ledger skaust upp á stjörnuhimininn fyrir um þremur árum síðan þegar hann lék annað aðalhlutverkanna í Brokeback Mountain. Þar lék hann hinn illa máli farna vinnumann Ennis, sem átti í ástarsambandi við kúreka, leikinn af Jake Gyllenhaal. Hann hlaut tilnefningar til Golden Globe, Bafta og

Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið.

Brokeback Mountain kom Heath rækilega á kortið í Hollywood, og hlaut hann hvert tilboðið á fætur öðru um að leika í stórmyndum. Þegar hann lést hafði Heath nýlokið við Batman myndina „The Dark Knight", þar sem hann lék Jókerinn. Þá er nýútkomin myndin I'm Not There, þar sem Heath var einn sex leikara sem léku Bob Dylan á mismunandi tímabilum ævi sinnar.

Eins og margir ástralskir leikarar sleit Heath barnsskónum í sápuóperum, en hann lék í Home and Away árið 1997. Fyrsta hlutverk hans í Hollywood var hinsvegar í unglingamyndinni 10 Things I Hate About You.

Heath kynntist barnsmóður sinni, Michelle Williams, við tökur á Brokeback Mountain. Þau eignuðust dótturina Matildu Rose árið 2005, en slitu samvistir seint á síðasta ári.

Ráðskona Heath fann hann látinn í rúmi sínu í gærdag. Hann þjáðist af lungnabólgu þegar hann lést. Fyrstu fregnir af andláti hans hermdu að hann hefði verið þunglyndur og mögulega framið sjálfsmorð, en opið lyfjaglas náttborðinu við hlið hans. Foreldrar hans og systir fréttu af andláti hans í útvarpsfréttum. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segja af og frá að hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafi verið lífsglaður og ekki sú manngerð sem tæki eigið líf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.