Lífið

Mennsku BDSM gæludýri hent út úr strætó

Tasha Maltby sagðist í viðtali sátt við stöðu sína sem mennskt gæludýr.
Tasha Maltby sagðist í viðtali sátt við stöðu sína sem mennskt gæludýr.
BDSM pari í smábænum Dewsbury á Englandi var heldur brugðið er það ætlaði sér að taka strætisvagn í bænum. Maðurinn var með kærustu sína í hundaól og bandi og þegar þau ætluðu um borð í vagninn bannaði bílstjórinn þeim það með þeim orðum að hundar væru ekki leyfðir í vagninum. Parinu brá nokkuð og starði forviða á bílstjórann sem þá öskraði. „Já aðgangur er bannaður fyrir bjána og hunda eins og ykkur".

Dani Graves og kærasta hans Tasha Maltby hafa verið saman frá því í júlí og trúlofuðust í nóvember síðastliðinn. Þau búa í félagslegri íbúð í Dewsbury, og langar að stofna fjölskyldu sem fyrst. Þau hafa nægan tíma til að búa til börn, en þau eru bæði atvinnulaus.

Maltby sagðist í samtali við Daily Mail vera þaulvön einkennilegum augnagotum, en hún er í taumi hvert sem hún fer. „Ég er gæludýr. Ég hegða mér eins og dýr og lifi mjög auðveldu lífi", sagði Maltby. „Ég elda hvorki né þríf, og fer ekkert án Dani. Þetta virðist kannski einkennilegt, en við erum bæði mjög hamingjusöm með þetta."

Þau hafa kvartað undan framkomu bílstjórans við strætisvagnafyrirtækið, og segist talsmaður þess líta atvikið alvarlegum augum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.