Leikarinn Heath Ledger sem tilnefndur var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brokeback Mountain er dáinn.
Ledger sem aðeins var 28 ára gamall fannst látinn í íbúð sinni á Manhattan seinni partinn í dag. Það var stúlka sem sá um þrif á heimili leikarans sem kom að honum látnum og hringdi í neyðarlínuna. Hann átti pantaðan tíma í nuddi í kvöld.
Talið er að dauðsfallið geti tengst lyfjum en pillur lágu í kringum Ledger þar sem hann fannst látinn.
Leikarinn er nýskilin við eiginkonu sína leikkonuna Michelle Williams en þau áttu eina tveggja ára dóttur saman.