Innlent

Byggja örugglega ekki hótelið

Enn er ekki ljóst hver verður eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins né heldur á hve löngum tíma það verður byggt. Mynd/Piortus
Enn er ekki ljóst hver verður eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins né heldur á hve löngum tíma það verður byggt. Mynd/Piortus
Ríki og borg munu örugglega ekki byggja og eiga hótelið sem rísa á við hlið tón-listar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. „Það er mjög æskilegt að við finnum rekstraraðila eða framkvæmdaaðila sem vill byggja hótelið," segir Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmaður í Austurbakka, félagi sem ríki og borg eiga í sameiningu.

Júlíus segir nokkra hafa sýnt áhuga á hótelinu. Þeir bíði niðurstöðu um framhald á byggingu og eignarhaldi tónlistar- og ráðstefnuhússins. Ekki sé enn ljóst hvort Austurbakki taki verkefnið yfir.

Málið og möguleikar í stöðunni voru kynntir borgarráði í gær, að sögn Júlíusar Vífils. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin á þeim fundi, enda ekki lagt upp með það.

Viðræður eiga sér nú stað milli Austurbakka, nýja Landsbankans og þess gamla og ÍAV sem byggir húsið. Meðal þeirra mála sem þarf að leysa er að lóðin undir húsið tilheyrir gamla Landsbankanum. Bygging þess og eignarhald tilheyrir hins vegar þeim nýja, eftir að Portus, félag Björg-ólfs Guðmundssonar, sem byggði húsið, fór í þrot.

Júlíus segir niðurstöðu að vænta á næstu dögum, jafnvel um helgina. - hhs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×