Lífið

Macbeth bölvunin lætur lítið á sér kræla

Stefán Hallur og Vignir Rafn
Stefán Hallur og Vignir Rafn

Uppselt er á allar forsýningarnar á Macbeth sem að Þjóðleikhúsið frumsýnir 5 október næstkomandi.

Verkið hefur verið unnið á Smiðaverkstæðinu á mjög skömmum tíma í vinnusmiðju sem leidd er af Stefáni Halli Stefánssyni og Vigni Rafni Valþórssyni leikurum og segja þeir að áhorfendur megi búast við óhefðbundinni og kraftmikilli sýningu.

"Æfingar hafa gengið vonum framar og hefur bölvunin fræga litið sem ekkert látið á sér kræla, fyrir utan kannski eitt eða tvö smáatriði," segir Vignir.

Eins og áður sagði fer miðasalan vel af stað og hvetur Vignir fólk til þess að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða því aðeins er um takmarkaðan sýningarfjölda að ræða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.