Ekki þarf að breyta stjórnarskránni vegna þjóðaratkvæðagreiðslu Magnús Már Guðmundsson skrifar 25. september 2008 13:01 Birkir Jón Jónsson er þingmaður Framsóknarflokksins. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ekki þurfi að breyta stjórnarskránni í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Nóg sé að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um slíka kosningu og það hyggst hann gera þegar þing kemur saman í byrjun október. Birkir skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið ásamt Sæunni Stefánsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, og Páli Magnússyni, bæjarritara í Kópavogi, þar sem þau hvetja til þess að efnt verði í seinsta lagi í maí á næsta ári til sérstakra kosninga um það hvort hefja eigi aðildarviðræður um inngöngu. Í framhaldinu fagnaði Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður flokksins, því sem hann kallaði tímabæru frumkvæði þremenninganna. Nægjanlegt er að leggja til þingsályktunartillögu um þessa tilteknu atkvæðagreiðslu, að sögn Birkis. ,,Þeir löglærðu menn sem ég hef ráðfært mig við í þessu máli telja að það sé fullnægjandi að fara fram með þingsályktunartillögu í fyrra skrefinu." Samþykki þjóðin að hefja aðildarviðræður um inngöngu í ESB segir Birkir ljóst að breyta þurfi stjórnarskránni þar sem sú ákvörðun snúi meðal annars að fullveldisafsali. Aðspurður um viðbrögð við greininni segir Birkir að hann hafi fengið góð viðbrögð við henni og þá sérstaklega hjá yngri kynslóðinni í flokknum. ,,Þó að ágætir menn eins og Jón Sigurðsson og Jón Kristjánsson hafa ritað greinar svipaðs efnis þá finn ég fyrir vaxandi þunga hjá unga fólkinu í Framsóknarflokknum og öðrum flokkum að skoða þessi mál til hlýtar." Birkir segist ekki vita hvort hann muni leggja þingsályktunartillöguna fram einn eða í samvinnu við þingmenn Framsóknarflokksins eða annarra flokka. Tengdar fréttir Jón fagnar hugmynd þremenninganna ólíkt Guðna Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fagnar því sem hann kallar tímabært frumkvæði þriggja einstaklinga úr hópi yngri forystumanna flokksins varðandi hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður fyrir maí á næsta ári. Aftur á móti hugnast Guðna Ágústssyni, formanni flokksins, hugmyndin lítt. 20. september 2008 10:50 Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður vorið 2009 Miklir erfiðleikar blasa við í íslensku efnahagslífi nú um stundir og ljóst að fram undan eru vandasöm viðfangsefni fyrir almenning og atvinnulífið í landinu. 18. september 2008 00:01 Vilja akvæðagreiðslu um aðildarviðræður Þingmaður, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins hvetja til þess að lagt verði í þjóðaratkvæði næsta vor hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þar með taka þau undir aðferðarfræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. 18. september 2008 12:41 Guðni: Flokksþing ákveður stefnuna í Evrópumálum Stefna Framsóknarflokksins í Evrópumálum er ákveðin á flokksþingi, segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokkins. Hugmynd hóps meðal yngri forystumanna flokksins varðandi kosningar um aðildarviðræður hefur hvorki verið rædd í stjórn flokksins né þingflokknum, að sögn Guðna. ,,Þetta er það stórt mál og stór ákvörðun að hún verður ekki tekin nema að flokksþing komi að henni." 19. september 2008 14:11 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ekki þurfi að breyta stjórnarskránni í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Nóg sé að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um slíka kosningu og það hyggst hann gera þegar þing kemur saman í byrjun október. Birkir skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið ásamt Sæunni Stefánsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, og Páli Magnússyni, bæjarritara í Kópavogi, þar sem þau hvetja til þess að efnt verði í seinsta lagi í maí á næsta ári til sérstakra kosninga um það hvort hefja eigi aðildarviðræður um inngöngu. Í framhaldinu fagnaði Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður flokksins, því sem hann kallaði tímabæru frumkvæði þremenninganna. Nægjanlegt er að leggja til þingsályktunartillögu um þessa tilteknu atkvæðagreiðslu, að sögn Birkis. ,,Þeir löglærðu menn sem ég hef ráðfært mig við í þessu máli telja að það sé fullnægjandi að fara fram með þingsályktunartillögu í fyrra skrefinu." Samþykki þjóðin að hefja aðildarviðræður um inngöngu í ESB segir Birkir ljóst að breyta þurfi stjórnarskránni þar sem sú ákvörðun snúi meðal annars að fullveldisafsali. Aðspurður um viðbrögð við greininni segir Birkir að hann hafi fengið góð viðbrögð við henni og þá sérstaklega hjá yngri kynslóðinni í flokknum. ,,Þó að ágætir menn eins og Jón Sigurðsson og Jón Kristjánsson hafa ritað greinar svipaðs efnis þá finn ég fyrir vaxandi þunga hjá unga fólkinu í Framsóknarflokknum og öðrum flokkum að skoða þessi mál til hlýtar." Birkir segist ekki vita hvort hann muni leggja þingsályktunartillöguna fram einn eða í samvinnu við þingmenn Framsóknarflokksins eða annarra flokka.
Tengdar fréttir Jón fagnar hugmynd þremenninganna ólíkt Guðna Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fagnar því sem hann kallar tímabært frumkvæði þriggja einstaklinga úr hópi yngri forystumanna flokksins varðandi hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður fyrir maí á næsta ári. Aftur á móti hugnast Guðna Ágústssyni, formanni flokksins, hugmyndin lítt. 20. september 2008 10:50 Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður vorið 2009 Miklir erfiðleikar blasa við í íslensku efnahagslífi nú um stundir og ljóst að fram undan eru vandasöm viðfangsefni fyrir almenning og atvinnulífið í landinu. 18. september 2008 00:01 Vilja akvæðagreiðslu um aðildarviðræður Þingmaður, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins hvetja til þess að lagt verði í þjóðaratkvæði næsta vor hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þar með taka þau undir aðferðarfræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. 18. september 2008 12:41 Guðni: Flokksþing ákveður stefnuna í Evrópumálum Stefna Framsóknarflokksins í Evrópumálum er ákveðin á flokksþingi, segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokkins. Hugmynd hóps meðal yngri forystumanna flokksins varðandi kosningar um aðildarviðræður hefur hvorki verið rædd í stjórn flokksins né þingflokknum, að sögn Guðna. ,,Þetta er það stórt mál og stór ákvörðun að hún verður ekki tekin nema að flokksþing komi að henni." 19. september 2008 14:11 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Jón fagnar hugmynd þremenninganna ólíkt Guðna Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fagnar því sem hann kallar tímabært frumkvæði þriggja einstaklinga úr hópi yngri forystumanna flokksins varðandi hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður fyrir maí á næsta ári. Aftur á móti hugnast Guðna Ágústssyni, formanni flokksins, hugmyndin lítt. 20. september 2008 10:50
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður vorið 2009 Miklir erfiðleikar blasa við í íslensku efnahagslífi nú um stundir og ljóst að fram undan eru vandasöm viðfangsefni fyrir almenning og atvinnulífið í landinu. 18. september 2008 00:01
Vilja akvæðagreiðslu um aðildarviðræður Þingmaður, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins hvetja til þess að lagt verði í þjóðaratkvæði næsta vor hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þar með taka þau undir aðferðarfræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. 18. september 2008 12:41
Guðni: Flokksþing ákveður stefnuna í Evrópumálum Stefna Framsóknarflokksins í Evrópumálum er ákveðin á flokksþingi, segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokkins. Hugmynd hóps meðal yngri forystumanna flokksins varðandi kosningar um aðildarviðræður hefur hvorki verið rædd í stjórn flokksins né þingflokknum, að sögn Guðna. ,,Þetta er það stórt mál og stór ákvörðun að hún verður ekki tekin nema að flokksþing komi að henni." 19. september 2008 14:11