Sagt er að David Beckham hafi hættulegasta hægri fót í heimi. Það þó ekki einungis leðurtuðrur á fótboltavelli sem þurfa að óttast Beckham. Ísbirnir á norðurhveli gætu líka haft sitthvað út á hann að setja.
Samkvæmt Fox Sports eru kolefnisjöfnun eitthvað sem fótboltamaðurinn víðförli ætti að íhuga. Stöðin segir að stjarnan beri ábyrgð á því að heil 163 tonn af koltvíoxíði sleppi út í andrúmsloftið ár hvert. Meðaltalið hjá löndum hans er 9,4 tonn. Samkvæmt náttúruverndarsamtökunum Carbon Trust er það líklega heimsmet.
Á síðasta ári flaug Beckham meira en 400 þúsund kílómetra, sem er um það bil lengdin til tunglsins. Auk þess á hann fimmtán bíla, þar á meðal Hummer og Lincoln Navigator.
