Íslenski boltinn

Ásgeir Gunnar: Miklu sætara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH-ingar fagna titlinum í dag.
FH-ingar fagna titlinum í dag. Mynd/E. Stefán
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sagði að það væri miklu sætara að verða Íslandsmeistari eftir dramatískan lokasprett en með miklum yfirburðum.

Ásgeir Gunnar hefur orðið meistari með FH í fjögur skipti á síðustu fimm tímabilum en sagði að þessi stæði upp úr.

„Þetta er ótrúlegt. Frábært. Alger snilld. Ég hafði trú á þessu allan tímann. Við unnum vel á okkar málum og þó svo að það hafi verið mikið fjallað um Keflavík undanfarið misstum við aldrei trúna. Það gekk eftir hjá okkur."

Hann segir að það sé mikið sætara að verða Íslandsmeistari eftir jafn mikla dramatík og var í dag fremur en að vinna deildina með miklum yfirburðum.

„Þetta er miklu sætara. Við höfum verið að elta Keflavík í síðustu umferðum og svo náðum við efsta sætinu í síðustu umferðinni. Það bara gerist ekki betra."

FH vann 2-0 þolinmæðissigur á Fylkismönnum í dag.

„Við sóttum og sóttum í fyrri hálfleik og ætluðum okkur að vinna þetta. Markið ætlaði ekki að koma en svo kom það í seinni hálfleik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×