Íslenski boltinn

Myndasyrpa af fögnuði FH-inga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson fagnar með stuðningsmönnum FH.
Davíð Þór Viðarsson fagnar með stuðningsmönnum FH. Mynd/E. Stefán

FH-ingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Fylki en á sama tíma tapaði Keflavík fyrir Fram.

Þetta er í fjórða sinn sem FH verður Íslandsmeistari en allir titlarnir hafa komið á undanförnum fimm tímabilum.

Lengst af í dag höfðu Keflvíkingar undirtökin í baráttunni um titilinn en eftir að þeir komust 1-0 yfir gegn Fram fengu þeir tvö mörk á sig í síðari hálfleik. Það þýddi að sigur FH-inga í Árbænum dugði þeim til að vinna titilinn.

Hér má sjá myndir af fögnuði FH-inga að leiknum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×