Íslenski boltinn

Kristján Guðmundsson: Bíðið þið bara

Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson Mynd/Víkurfréttir

"Þetta eru mikil vonbrigði og ég trúi þessu varla ennþá," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur í samtali við Stöð 2 Sport eftir að hans menn lágu 2-1 fyrir Fram á heimavelli og þurftu fyrir vikið að sjá á eftir titlinum í hendur FH-inga.

Kristján óskaði Hafnfirðingum til hamingju með titilinn.

"FH-ingar enda mótið með fleiri stig en við og eiga því skilið að verða Íslandsmeistarar," sagði Kristján.

"Viðbrögð mín strax eftir leik eru sú að ég trúi þessu ekki. Við fengum frábæran stuðning og það nýttist til að komast yfir og við hefðum átt að klára dæmið í framhaldi af því að en það hafðist ekki," sagði Kristján.

Hann er ekki á því að leggja árar í bát þrátt fyrir vonbrigðin í dag og blæs í herlúðra.

"Ég held að það sé við gerðum á þessu móti sé mjög gott og ég held að við séum komnir á kortið. Þetta var bara byrjunin á því sem koma skal hjá Keflavík - bíðið þið bara," sagði Kristján, en vildi ekki slá því föstu að hann yrði áfram við stjórnvölinn.

"Það kemur í ljós," sagði Kristján í samtali við Guðjón Guðmundsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×