Innlent

Ákjósanlegt að einn banki verði ekki í ríkiseigu

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannfundinum í dag. Mynd/ Sigurjón.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannfundinum í dag. Mynd/ Sigurjón.
Það er ákjósanlegast að einn af þremur stóru bönkunum verði á hendi annarra en ríkisins, sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi sem hann og Geir H. Haarde forsætisráðherra héldu á nú klukkan fimm. Björgvin minntist á að nú væri Nýi Glitnir tekinn til starfa. Kaupþing hefði hins vegar ekki verið skilað frá skilnefnd af þeirri ástæðu að lífeyrissjóðirnir hafi sýnt því mikinn áhuga að kaupa innlendan rekstur bankans. Ríkisstjórninni hefði þótt það mjög áhugavert og verið væri að fara yfir þau mál.

Þá sagði Björgvin að það væri vilji Samfylkingarinnar að Alþingi kjósi sannleiksnefnd, skipuðum aðilum frá öllum flokkum. Framkvæmdavaldið gæti ekki rannsakað sjálf sig og eigin stofnanir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×