Innlent

Níu mánaða fangelsi fyrir að aka án réttinda

Rúmlega þrítugur Ólafsfirðingur var í Héraðsdómi Norðurlands eystri í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið reynsluakstursbíl frá Bílabúð Benna til Dalvíkur þar sem hann var stöðvaður af lögreglu.

Maðurinn var ekki með ökuréttindi en þetta er í níunda skiptið sem maðurinn gerist sekur um að aka án réttinda. Öll brotin hafa ítrekunaráhrif í málinu.

Ekki bætti úr skák að skömmu síðar var maðurinn tekinn með smáræði af kannabisefnum í fangaklefa sínum á Akureyri.

Níu mánaða fangelsi bíða því mannsins. Vinkona hans, sem ók með honum til Dalvíkur fékk eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×