Innlent

Plank laug í Kastljósi

Andri Ólafsson skrifar
Plank í Kastljósi
Plank í Kastljósi

Premyslaw Plank, sem handtekinn var í vikunni vegna gruns um að hann hafi myrt hnefaleikamanninn Andrezj Hamel, hefur hlotið fimm fangelsisdóma í Póllandi. Þessir dómar hljóðuðu alls upp á 4 ár og átta mánuði.

Í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins á mánudaginn spurði Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir Plank að því hvort hann hefði hlotið dóm í heimalandi sínu. Plank svaraði því játandi. Þegar Ragnhildur spurði fyrir hvað, svaraði Plank að fyrir tíu árum hafi hann hlotið dóm fyrir þjófnað.

Plank sagði Ragnhildi ekki allan sannleikan því hann sleppti því að minnast á að fyrir fjórum árum fékk hann 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa kveikt í bíl. Ári síðar fékk hann aðra 10 mánuði fyrir ölvunarakstur.

Á árunum 1993 til 1995 fékk Plank svo þrjá dóma fyrir þjófnað og innbrot. Fyrir hvert þessara brota fékk Plank eins árs fangelsi. Þrjú ár í það heila.

Þar að auki hefur lögregla nokkrum sinnum þurft að hafa afskipti af Plank síðan hann kom til Íslands.

Saksóknari í morðmáli Andezj Hamel sagði Vísi í gær að Plank væri grunaður um að hafa ásamt nokkrum öðrum stungið Hamel til bana. Pólsk yfirvöld hafa óskað eftir því að hann verði framseldur til Póllands svo hægt verði að gefa út ákærur á hendur honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×