Erlent

Er morðingi sænsku stúlkunnar fjöldamorðingi?

Lögregla í Noregi og Svíþjóð rannsakar nú hvort maðurinn sem drap hina tíu ára Englu Juncosa-Höglund fyrir um tveimur vikum hafi staðið á bak við morð á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Maðurinn, sem er 42 ára vörubílstjóri, viðurkenndi um síðustu helgi að hafa myrt stúlkuna ungu og sömuleiðis 31 árs konu um síðustu aldamót. Meðal þess sem lögreglan mun rannsaka er ökuriti úr vörubíl mannsins en hann mun geta gefið upplýsingar um hvert maðurinn hefur ekið. Þá á einnig að rannsaka farsíma mannsins.

Athygli vekur að þrjár konur voru drepnar í bæ skammt frá heimbæ mannsins í kringum 1990 en morðin hafa aldrei verið upplýst. Kannað verður sérstaklega hvort maðurinn hafi myrt tvær þeirra en báðar voru skildar eftir í skógi líkt og hin tíu ára Engla.

Sérfræðingar segja það enga tilviljun að maðurinn hafi drepið stúlkuna ungu og segja hann dæmigerðan ofsækjanda sem skipuleggi morð sín vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×