Innlent

Rúmlega 430 ökumenn á of miklum hraða

Rúmlega 430 ökumenn voru myndaðir á of miklum hraða á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í gær, en rúmlega 7,500 bílar fóru um gatnamótin á meðan á mælingu stóð.

Meðalhraði hinna bortlegu var 76 kílometrar á klukkustund, eða 16 kílómetrar yfir hámarkshraða. Að þessu sinni reyndust fleiri ökumenn brotlegir og óku að meðaltali hraðar en í samskonar mælingu í ársbyrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×