Erlent

Vilja alþjóðlega herferð gegn barnaklámi á netinu

Samræmd alþjóðleg herferð gegn barnaklámi á netinu gæti leitt til þess að vefsíður með slíku efni heyrðu sögunni til.

Bresk stofnun sem hefur eftirlit með netnotkun, UK Internet Watch Foundation, hefur rannsakað hve mikið af vefsíðum sé til þar sem boðið er upp á barnaklám. Í ljós kom að þær eru innan við 3.000 talsins og telur stofnunin að með samræmdu átaki, netfyrirtækja, stjórnvalda og lögreglu sé auðveldlega hægt að loka þeim öllum þar sem fjöldinn er ekki meiri.

Talsmaður stofnunarinnar segir að hingað til hafi fjöldi af vefsíðum með barnaklámi verið talinn of mikill til að raunhæft væri að loka þeim öllum. Þessi nýja rannsókn sýni að svo er ekki.

Talsmaðurinn segir fjöldann vel viðráðanlegan og því kalli stofnunin nú eftir alþjóðlegu átaki til að berjast gegn þessu vandamáli. Slíkt átak myndi gera þeim glæpamönnum sem hagnast barnaklámi mjög erfitt fyrir að halda starfsemi sinni áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×