Erlent

Handteknir fyrir að reyna að trufla för ólympíukyndils

Indverska lögreglan handtók í morgun hundrað og áttatíu mótmælendur í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands.

Þar er nú hlaupið með ólympíueldinn. Mótmælendurnir sem teknir voru höndum reyndu allir að komast að kyndilberunum og trufla hlaupið til að mótmæla aðgerðum Kínverja í Tíbet. Búist var við hörðum mótmælum og öryggisgæsla í borginni eftir því. Útlagastjórn Tíbets er með bækistöðvar sínar á Indlandi og flestir landflótta Tíbetar búsettir þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×