Innlent

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á höfuðborgarsvæðinu í dag

Búist er við að svifryk mælist yfir heilsuverndarmörkum á höfuðborgarsvæðinu í dag og af því tilefni minnir Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar á að nú er bannað að aka á nagladekkjum.

Ryk berst af hálendinu og sennilega úr opnum grunnum og óbundnum svæðum í grennd við borgina. Fínustu agnir þessa ryks valda fólki með viðkvæm öndunarfæri eða astma, óþægindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×