Innlent

Fundu hassolíu og kókaín við húsleit í borginni

Menn úr fíkniefnadeild lögreglunnar fundu við húsleit í Reykjavík í gærkvöldi, nokkuð af kókaíni, marijuana og hassolíu.

Efnin voru vandlega falin, en fíkniefnahundur kom lögreglumönnum á sporið. Einnig fundust 200 þúsund krónur í peningum, sem grunur leikur á að séu fyrir fíkniefnasölu.

Hald var lagt á efnin og peningana, og húsráðandi, sem er um fertugt, var handteklinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×