Framsókn og framtíðin Sigmar b. hauksson skrifar 4. apríl 2008 00:01 Lykilinn að þeirri miklu auðlegð og velmegun sem ríkir hér á landi má fyrst og fremst þakka ákvörðunum sem framsýnir og djarfir stjórnmálamenn tóku á sínum tíma. Hér á ég við útfærslu landhelginnar, aðildina að EFTA og sölu ríkisbankanna. Nú, þegar „gefur á bátinn“ í íslenskum efnahagsmálum, hefur möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu aftur komist á dagskrá. Þeim fjölgar ört sem fullyrða, með réttu, að krónan dugi ekki lengur sem gjaldmiðill. Til að hamla gegn þenslu er hér haldið uppi hæstu vöxtum sem þekkjast í aðildarlönudum OECD. Það má ljóst vera að heimilin í landinu standa ekki undir því að borga 15 – 16% vexti sem fara í vasann á erlendum fjárfestingarsjóðum. Framsýnir Íslendingar telja því að við lausn efnahagsvandans þurfi að líta til lengri tíma. Líklegast er því hagstæðast fyrir þjóðarbúið að taka upp Evru. Til þess þurfa Íslendingar að ganga í ESB. Andstæðingar aðildar að ESB benda á að aðild lagi ekki núverandi efnahagsvanda; skynsamlegra sé að tengjast öðrum gjaldmiðli, t.d. norrænni krónu eða svissneska frankanum. Að tengjast öðrum gjaldmiðli en Evru eru draumórar. Sá efnahagsvandi sem við glímum nú við á ekki upptök sín hér á landi heldur í Bandaríkjunum. Íslenskt efnahagslíf er ekki einangrað heldur hluti af risavöxnu efnahagskerfi heimsins. Til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á lygnan sjó þurfum við að vera virkari þátttakendur í ákvörðunum er snerta efnahagsmál okkar og það gerum við líklegast best með því að ganga í ESB. Í stuttu máli að starfa með nágrannaþjóðum okkar sem við höfum hvað mest viðskipti og söguleg menningarleg tengsl við. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein formanns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssonar, í Mbl. 13. mars s.l. Í grein Guðna kemur fram að aðeins rúm 36% Framsóknarmanna eru hlynnt aðild að ESB en rúm 52% andvíg. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Fylgi Framsóknar hefur hrunið á undanförnum árum, eða úr 23.3% og 15 þingmönnum árið 1995 niður í 11.7% og 7 þingmenn árið 2007. Ýmislegt bendir til þess að ungt fólk og langskólagengið sé frekar hlynnt aðild að ESB en aðrir. Það er einmitt þetta fólk sem helst hefur yfirgefið flokkinn á undanförnum árum. Þá er rétt að benda á að nánast engin umræða hefur verið um Evrópumál á meðal óbreyttra framsóknarmanna, þar sem flokksstarfið hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár. Sú frjóa umræða sem verið hefur innan Samfylkingarinnar, og undanfarin misseri innan Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál vantar í Framsóknarflokkinn. Ef ég yrði spurður hvort ég væri hlynntur aðild Íslands að ESB yrði svar mitt afdráttarlaust: „Ég veit það ekki.“ Möguleg aðild að ESB er spurning sem við verðum að svara innan tíðar og snertir nánast alla þætti daglegs lífs okkar næsta áratuginn. Framsóknarflokkurinn á því að vera djarfur og framsýnn og vinna að því að við fyrstu hentugleika verði farið í viðræður við ESB um væntanlega aðild okkar. Þessar viðræður ættu ekki að taka langan tíma og um niðurstöðurnar væri svo hægt að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Íslendingar samþykktu aðild að ESB gætum við orðið fullgildir aðilar að myntbandalaginu 2015. Eftir lestur greinar Guðna í Mbl. hef ég nokkrar áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki nógu fróða og víðsýna ráðgjafa í málefnum Evrópusambandsins. Ég vil því leyfa mér að benda á einstakling sem hefur meiri þekkingu á þessum málaflokki en flestir aðrir. Hér á ég við Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Höfundur er afi og félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Lykilinn að þeirri miklu auðlegð og velmegun sem ríkir hér á landi má fyrst og fremst þakka ákvörðunum sem framsýnir og djarfir stjórnmálamenn tóku á sínum tíma. Hér á ég við útfærslu landhelginnar, aðildina að EFTA og sölu ríkisbankanna. Nú, þegar „gefur á bátinn“ í íslenskum efnahagsmálum, hefur möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu aftur komist á dagskrá. Þeim fjölgar ört sem fullyrða, með réttu, að krónan dugi ekki lengur sem gjaldmiðill. Til að hamla gegn þenslu er hér haldið uppi hæstu vöxtum sem þekkjast í aðildarlönudum OECD. Það má ljóst vera að heimilin í landinu standa ekki undir því að borga 15 – 16% vexti sem fara í vasann á erlendum fjárfestingarsjóðum. Framsýnir Íslendingar telja því að við lausn efnahagsvandans þurfi að líta til lengri tíma. Líklegast er því hagstæðast fyrir þjóðarbúið að taka upp Evru. Til þess þurfa Íslendingar að ganga í ESB. Andstæðingar aðildar að ESB benda á að aðild lagi ekki núverandi efnahagsvanda; skynsamlegra sé að tengjast öðrum gjaldmiðli, t.d. norrænni krónu eða svissneska frankanum. Að tengjast öðrum gjaldmiðli en Evru eru draumórar. Sá efnahagsvandi sem við glímum nú við á ekki upptök sín hér á landi heldur í Bandaríkjunum. Íslenskt efnahagslíf er ekki einangrað heldur hluti af risavöxnu efnahagskerfi heimsins. Til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á lygnan sjó þurfum við að vera virkari þátttakendur í ákvörðunum er snerta efnahagsmál okkar og það gerum við líklegast best með því að ganga í ESB. Í stuttu máli að starfa með nágrannaþjóðum okkar sem við höfum hvað mest viðskipti og söguleg menningarleg tengsl við. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein formanns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssonar, í Mbl. 13. mars s.l. Í grein Guðna kemur fram að aðeins rúm 36% Framsóknarmanna eru hlynnt aðild að ESB en rúm 52% andvíg. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Fylgi Framsóknar hefur hrunið á undanförnum árum, eða úr 23.3% og 15 þingmönnum árið 1995 niður í 11.7% og 7 þingmenn árið 2007. Ýmislegt bendir til þess að ungt fólk og langskólagengið sé frekar hlynnt aðild að ESB en aðrir. Það er einmitt þetta fólk sem helst hefur yfirgefið flokkinn á undanförnum árum. Þá er rétt að benda á að nánast engin umræða hefur verið um Evrópumál á meðal óbreyttra framsóknarmanna, þar sem flokksstarfið hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár. Sú frjóa umræða sem verið hefur innan Samfylkingarinnar, og undanfarin misseri innan Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál vantar í Framsóknarflokkinn. Ef ég yrði spurður hvort ég væri hlynntur aðild Íslands að ESB yrði svar mitt afdráttarlaust: „Ég veit það ekki.“ Möguleg aðild að ESB er spurning sem við verðum að svara innan tíðar og snertir nánast alla þætti daglegs lífs okkar næsta áratuginn. Framsóknarflokkurinn á því að vera djarfur og framsýnn og vinna að því að við fyrstu hentugleika verði farið í viðræður við ESB um væntanlega aðild okkar. Þessar viðræður ættu ekki að taka langan tíma og um niðurstöðurnar væri svo hægt að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Íslendingar samþykktu aðild að ESB gætum við orðið fullgildir aðilar að myntbandalaginu 2015. Eftir lestur greinar Guðna í Mbl. hef ég nokkrar áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki nógu fróða og víðsýna ráðgjafa í málefnum Evrópusambandsins. Ég vil því leyfa mér að benda á einstakling sem hefur meiri þekkingu á þessum málaflokki en flestir aðrir. Hér á ég við Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Höfundur er afi og félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar