Framsókn og framtíðin Sigmar b. hauksson skrifar 4. apríl 2008 00:01 Lykilinn að þeirri miklu auðlegð og velmegun sem ríkir hér á landi má fyrst og fremst þakka ákvörðunum sem framsýnir og djarfir stjórnmálamenn tóku á sínum tíma. Hér á ég við útfærslu landhelginnar, aðildina að EFTA og sölu ríkisbankanna. Nú, þegar „gefur á bátinn“ í íslenskum efnahagsmálum, hefur möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu aftur komist á dagskrá. Þeim fjölgar ört sem fullyrða, með réttu, að krónan dugi ekki lengur sem gjaldmiðill. Til að hamla gegn þenslu er hér haldið uppi hæstu vöxtum sem þekkjast í aðildarlönudum OECD. Það má ljóst vera að heimilin í landinu standa ekki undir því að borga 15 – 16% vexti sem fara í vasann á erlendum fjárfestingarsjóðum. Framsýnir Íslendingar telja því að við lausn efnahagsvandans þurfi að líta til lengri tíma. Líklegast er því hagstæðast fyrir þjóðarbúið að taka upp Evru. Til þess þurfa Íslendingar að ganga í ESB. Andstæðingar aðildar að ESB benda á að aðild lagi ekki núverandi efnahagsvanda; skynsamlegra sé að tengjast öðrum gjaldmiðli, t.d. norrænni krónu eða svissneska frankanum. Að tengjast öðrum gjaldmiðli en Evru eru draumórar. Sá efnahagsvandi sem við glímum nú við á ekki upptök sín hér á landi heldur í Bandaríkjunum. Íslenskt efnahagslíf er ekki einangrað heldur hluti af risavöxnu efnahagskerfi heimsins. Til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á lygnan sjó þurfum við að vera virkari þátttakendur í ákvörðunum er snerta efnahagsmál okkar og það gerum við líklegast best með því að ganga í ESB. Í stuttu máli að starfa með nágrannaþjóðum okkar sem við höfum hvað mest viðskipti og söguleg menningarleg tengsl við. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein formanns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssonar, í Mbl. 13. mars s.l. Í grein Guðna kemur fram að aðeins rúm 36% Framsóknarmanna eru hlynnt aðild að ESB en rúm 52% andvíg. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Fylgi Framsóknar hefur hrunið á undanförnum árum, eða úr 23.3% og 15 þingmönnum árið 1995 niður í 11.7% og 7 þingmenn árið 2007. Ýmislegt bendir til þess að ungt fólk og langskólagengið sé frekar hlynnt aðild að ESB en aðrir. Það er einmitt þetta fólk sem helst hefur yfirgefið flokkinn á undanförnum árum. Þá er rétt að benda á að nánast engin umræða hefur verið um Evrópumál á meðal óbreyttra framsóknarmanna, þar sem flokksstarfið hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár. Sú frjóa umræða sem verið hefur innan Samfylkingarinnar, og undanfarin misseri innan Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál vantar í Framsóknarflokkinn. Ef ég yrði spurður hvort ég væri hlynntur aðild Íslands að ESB yrði svar mitt afdráttarlaust: „Ég veit það ekki.“ Möguleg aðild að ESB er spurning sem við verðum að svara innan tíðar og snertir nánast alla þætti daglegs lífs okkar næsta áratuginn. Framsóknarflokkurinn á því að vera djarfur og framsýnn og vinna að því að við fyrstu hentugleika verði farið í viðræður við ESB um væntanlega aðild okkar. Þessar viðræður ættu ekki að taka langan tíma og um niðurstöðurnar væri svo hægt að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Íslendingar samþykktu aðild að ESB gætum við orðið fullgildir aðilar að myntbandalaginu 2015. Eftir lestur greinar Guðna í Mbl. hef ég nokkrar áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki nógu fróða og víðsýna ráðgjafa í málefnum Evrópusambandsins. Ég vil því leyfa mér að benda á einstakling sem hefur meiri þekkingu á þessum málaflokki en flestir aðrir. Hér á ég við Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Höfundur er afi og félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Lykilinn að þeirri miklu auðlegð og velmegun sem ríkir hér á landi má fyrst og fremst þakka ákvörðunum sem framsýnir og djarfir stjórnmálamenn tóku á sínum tíma. Hér á ég við útfærslu landhelginnar, aðildina að EFTA og sölu ríkisbankanna. Nú, þegar „gefur á bátinn“ í íslenskum efnahagsmálum, hefur möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu aftur komist á dagskrá. Þeim fjölgar ört sem fullyrða, með réttu, að krónan dugi ekki lengur sem gjaldmiðill. Til að hamla gegn þenslu er hér haldið uppi hæstu vöxtum sem þekkjast í aðildarlönudum OECD. Það má ljóst vera að heimilin í landinu standa ekki undir því að borga 15 – 16% vexti sem fara í vasann á erlendum fjárfestingarsjóðum. Framsýnir Íslendingar telja því að við lausn efnahagsvandans þurfi að líta til lengri tíma. Líklegast er því hagstæðast fyrir þjóðarbúið að taka upp Evru. Til þess þurfa Íslendingar að ganga í ESB. Andstæðingar aðildar að ESB benda á að aðild lagi ekki núverandi efnahagsvanda; skynsamlegra sé að tengjast öðrum gjaldmiðli, t.d. norrænni krónu eða svissneska frankanum. Að tengjast öðrum gjaldmiðli en Evru eru draumórar. Sá efnahagsvandi sem við glímum nú við á ekki upptök sín hér á landi heldur í Bandaríkjunum. Íslenskt efnahagslíf er ekki einangrað heldur hluti af risavöxnu efnahagskerfi heimsins. Til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á lygnan sjó þurfum við að vera virkari þátttakendur í ákvörðunum er snerta efnahagsmál okkar og það gerum við líklegast best með því að ganga í ESB. Í stuttu máli að starfa með nágrannaþjóðum okkar sem við höfum hvað mest viðskipti og söguleg menningarleg tengsl við. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein formanns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssonar, í Mbl. 13. mars s.l. Í grein Guðna kemur fram að aðeins rúm 36% Framsóknarmanna eru hlynnt aðild að ESB en rúm 52% andvíg. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Fylgi Framsóknar hefur hrunið á undanförnum árum, eða úr 23.3% og 15 þingmönnum árið 1995 niður í 11.7% og 7 þingmenn árið 2007. Ýmislegt bendir til þess að ungt fólk og langskólagengið sé frekar hlynnt aðild að ESB en aðrir. Það er einmitt þetta fólk sem helst hefur yfirgefið flokkinn á undanförnum árum. Þá er rétt að benda á að nánast engin umræða hefur verið um Evrópumál á meðal óbreyttra framsóknarmanna, þar sem flokksstarfið hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár. Sú frjóa umræða sem verið hefur innan Samfylkingarinnar, og undanfarin misseri innan Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál vantar í Framsóknarflokkinn. Ef ég yrði spurður hvort ég væri hlynntur aðild Íslands að ESB yrði svar mitt afdráttarlaust: „Ég veit það ekki.“ Möguleg aðild að ESB er spurning sem við verðum að svara innan tíðar og snertir nánast alla þætti daglegs lífs okkar næsta áratuginn. Framsóknarflokkurinn á því að vera djarfur og framsýnn og vinna að því að við fyrstu hentugleika verði farið í viðræður við ESB um væntanlega aðild okkar. Þessar viðræður ættu ekki að taka langan tíma og um niðurstöðurnar væri svo hægt að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Íslendingar samþykktu aðild að ESB gætum við orðið fullgildir aðilar að myntbandalaginu 2015. Eftir lestur greinar Guðna í Mbl. hef ég nokkrar áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki nógu fróða og víðsýna ráðgjafa í málefnum Evrópusambandsins. Ég vil því leyfa mér að benda á einstakling sem hefur meiri þekkingu á þessum málaflokki en flestir aðrir. Hér á ég við Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Höfundur er afi og félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun