Verður greinilega að vera Ísrael Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. júní 2025 06:31 „Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gaza,“ ritaði Einar Ólafsson í grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni grein eftir mig á sama miðli þar sem ég benti á það að ekki virtist þykja ástæða til þess að mótmæla ofbeldi í garð Palestínumanna nema Ísrael ætti í hlut. Það að Ísrael kæmi við sögu virðist þannig vera nauðsynlegur útgangspunktur en ekki einfaldlega það að Palestínumenn yrðu fyrir ofbeldi óháð því hver gerandinn væri í þeim efnum. Ég benti í því sambandi á gróft ofbeldi sem Palestínumenn í flóttamannabúðum Yarmouk í Sýrlandi hefðu orðið fyrir af hendi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams sem myrti þar fjölda fólks meðal annars og ekki sízt með því að afhöfða það. Þeir sem hæst hafa látið í sér heyra hér á landi vegna Palestínumanna á Gaza og Vesturbakkanum sáu ljóslega ekki nokkra ástæðu til þess að gera veður út af því. Enda átti Ísrael ekki þar hlut að máli. Einar ber því við að stríðið í Sýrlandi hafi verið „ansi flókið“ og dæmið um flóttamannabúðirnar „einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað.“ Þá hafi ekki verið einhugur um það hverjum væri um að kenna í þeim efnum og flestir sammála um að ætti ekki við um einhvern einn. Kom það virkilega í veg fyrir að vakin væri athygli á ofbeldinu í garð Palestínumanna í Yarmouk og alþjóðasamfélagið hvatt til þess að stuðla að friði í Sýrlandi svo slíkt endurtæki sig ekki? Það var víst engin ástæða til þess miðað við skrif Einars og framgöngu hans og annarra í þeim efnum. Ljóst er að mörgum þykir deilan fyrir botni Miðjarðarhafsins að sama skapi „ansi flókin“ og vissulega eru atburðirnir á Gaza um þessar mundir ekki það eina sem átt hefur sér stað þar í þeim efnum. Er þá einhver ástæða til þess að gera veður út af því? Væntanlega ekki miðað við málflutning Einars. Vitaskuld stenzt þetta enga skoðun. Eina rökrétta skýringin er sú sem áður segir að aðkoma Ísraels sé álitin nauðsynleg forsenda. Ég benti einnig á ógnarstjórn hryðjuverkasamtakanna Hamas á Gaza um langt árabil og ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna, þeirra eigin fólks, á svæðinu sem til að mynda má lesa um í umfjöllunum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Meðal annars hafa þar ítrekað á liðnum árum verið barin niður friðsöm mótmæli með ofbeldi og pólitískir andstæðingar og einstaklingar sem mótmælt hafa stjórn þeirra barðir, fangelsaðir, pyntaðir og myrtir. Afgreiðsla Einars er jafnvel enn ódýrari þegar Hamas er annars vegar. Segist hann einfaldlega ekki ætla að elta ólar við þá athugasemd að ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna hafi ekki verið mótmælt af hans hálfu og annarra á sömu bylgjulengd hér á landi. Hins vegar væri sama hvaða álit fólk hefði á Hamas, og jafnvel þó einhverjir vildu taka undir með stjórnvöldum í Ísrael um að uppræta þyrfti samtökin, þá réttlætti það ekki framgöngu Ísraelshers á Gaza. Hið sama ætti við um árás þeirra á Ísrael í október 2023. Hitt er svo annað mál að forystumenn Hamas voru inntir eftir því í arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með henni og hvort hún yrði ekki dýru verði keypt fyrir hann. Svörin voru þau að svo yrði vissulega en þeir væru reiðubúnir að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum,“ sagði Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas. Ég hef sjálfur ítrekað fjallað um það hvernig óbreyttir borgarar á Gaza væru einkum fórnarlömb ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins enda á milli steins og sleggju í þeim efnum. Annars vegar væri Ísraelsher og hins vegar Hamas sem ljóst væri að skeytti engu um öryggi þeirra og skýldi sér þvert á móti á bak við þá. Til að mynda hefðu tugir kílómetra af göngum verið grafnir á Gaza fyrir vígamenn samtakanna á sama tíma og þar væri hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað til þess að tryggja öryggi almennra borgara. Á hinn bóginn má velta fyrir sér hversu mikið mannfall hefði orðið í Ísrael vegna þeirra tugþúsunda eldflauga sem Hamas hefur skotið á landið ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi þess. Vert er að lokum að fjalla um ástandið í Súdan sem Einar hafði frumkvæði að því að nefna til sögunnar og komið er inn á í upphafi greinarinnar. Munurinn væri þó sá að hans sögn að þar væri um borgarastyrjöld að ræða sem vestræn ríki gætu lítil áhrif haft á. Dregur hann þó síðan strax í land og segir að kannski gætu Bandaríkin og Evrópusambandið haft þar áhrif og hugsanlega rétt að þrýsta á þau að beita sér. Tengir hann á frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um málið sem hann virðist þó ekki hafa lesið sjálfur. Þar segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi lýst stríðið í Súdan, sem hófst 2023, kostað hefur 150 þúsund mannslíf, leitt til hungursneyðar 25 milljóna manna og neytt tólf milljónir á vergang, verstu mannúðarkrísu heimsins. Hægt er að finna ófáar greinar sem Einar hefur skrifað um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins þar sem spjótunum er beint að Ísrael en ég hef enga slíka fundið um Súdan þrátt fyrir stór orð í grein hans um stöðu mála þar í landi, líkt og þau sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar, og hversu þungbært honum þyki að eigin sögn að geta ekki beitt sér í þeim efnum. Ekki er þó nóg með að 150 þúsund manns hafi týnt lífi í stríðinu í Súdan heldur hefur fjöldi manns meðal annars af Massalit-þjóðflokknum verið drepinn þar í landi fyrir þá eina sök að vera dekkri á hörund og ekki arabískir. Full ástæða væri því til þess að stinga niður penna í þeim efnum ekki síður en í tilfelli Gaza. Hins vegar á Ísrael jú enga aðkomu að þeim átökum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gaza,“ ritaði Einar Ólafsson í grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni grein eftir mig á sama miðli þar sem ég benti á það að ekki virtist þykja ástæða til þess að mótmæla ofbeldi í garð Palestínumanna nema Ísrael ætti í hlut. Það að Ísrael kæmi við sögu virðist þannig vera nauðsynlegur útgangspunktur en ekki einfaldlega það að Palestínumenn yrðu fyrir ofbeldi óháð því hver gerandinn væri í þeim efnum. Ég benti í því sambandi á gróft ofbeldi sem Palestínumenn í flóttamannabúðum Yarmouk í Sýrlandi hefðu orðið fyrir af hendi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams sem myrti þar fjölda fólks meðal annars og ekki sízt með því að afhöfða það. Þeir sem hæst hafa látið í sér heyra hér á landi vegna Palestínumanna á Gaza og Vesturbakkanum sáu ljóslega ekki nokkra ástæðu til þess að gera veður út af því. Enda átti Ísrael ekki þar hlut að máli. Einar ber því við að stríðið í Sýrlandi hafi verið „ansi flókið“ og dæmið um flóttamannabúðirnar „einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað.“ Þá hafi ekki verið einhugur um það hverjum væri um að kenna í þeim efnum og flestir sammála um að ætti ekki við um einhvern einn. Kom það virkilega í veg fyrir að vakin væri athygli á ofbeldinu í garð Palestínumanna í Yarmouk og alþjóðasamfélagið hvatt til þess að stuðla að friði í Sýrlandi svo slíkt endurtæki sig ekki? Það var víst engin ástæða til þess miðað við skrif Einars og framgöngu hans og annarra í þeim efnum. Ljóst er að mörgum þykir deilan fyrir botni Miðjarðarhafsins að sama skapi „ansi flókin“ og vissulega eru atburðirnir á Gaza um þessar mundir ekki það eina sem átt hefur sér stað þar í þeim efnum. Er þá einhver ástæða til þess að gera veður út af því? Væntanlega ekki miðað við málflutning Einars. Vitaskuld stenzt þetta enga skoðun. Eina rökrétta skýringin er sú sem áður segir að aðkoma Ísraels sé álitin nauðsynleg forsenda. Ég benti einnig á ógnarstjórn hryðjuverkasamtakanna Hamas á Gaza um langt árabil og ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna, þeirra eigin fólks, á svæðinu sem til að mynda má lesa um í umfjöllunum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Meðal annars hafa þar ítrekað á liðnum árum verið barin niður friðsöm mótmæli með ofbeldi og pólitískir andstæðingar og einstaklingar sem mótmælt hafa stjórn þeirra barðir, fangelsaðir, pyntaðir og myrtir. Afgreiðsla Einars er jafnvel enn ódýrari þegar Hamas er annars vegar. Segist hann einfaldlega ekki ætla að elta ólar við þá athugasemd að ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna hafi ekki verið mótmælt af hans hálfu og annarra á sömu bylgjulengd hér á landi. Hins vegar væri sama hvaða álit fólk hefði á Hamas, og jafnvel þó einhverjir vildu taka undir með stjórnvöldum í Ísrael um að uppræta þyrfti samtökin, þá réttlætti það ekki framgöngu Ísraelshers á Gaza. Hið sama ætti við um árás þeirra á Ísrael í október 2023. Hitt er svo annað mál að forystumenn Hamas voru inntir eftir því í arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með henni og hvort hún yrði ekki dýru verði keypt fyrir hann. Svörin voru þau að svo yrði vissulega en þeir væru reiðubúnir að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum,“ sagði Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas. Ég hef sjálfur ítrekað fjallað um það hvernig óbreyttir borgarar á Gaza væru einkum fórnarlömb ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins enda á milli steins og sleggju í þeim efnum. Annars vegar væri Ísraelsher og hins vegar Hamas sem ljóst væri að skeytti engu um öryggi þeirra og skýldi sér þvert á móti á bak við þá. Til að mynda hefðu tugir kílómetra af göngum verið grafnir á Gaza fyrir vígamenn samtakanna á sama tíma og þar væri hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað til þess að tryggja öryggi almennra borgara. Á hinn bóginn má velta fyrir sér hversu mikið mannfall hefði orðið í Ísrael vegna þeirra tugþúsunda eldflauga sem Hamas hefur skotið á landið ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi þess. Vert er að lokum að fjalla um ástandið í Súdan sem Einar hafði frumkvæði að því að nefna til sögunnar og komið er inn á í upphafi greinarinnar. Munurinn væri þó sá að hans sögn að þar væri um borgarastyrjöld að ræða sem vestræn ríki gætu lítil áhrif haft á. Dregur hann þó síðan strax í land og segir að kannski gætu Bandaríkin og Evrópusambandið haft þar áhrif og hugsanlega rétt að þrýsta á þau að beita sér. Tengir hann á frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um málið sem hann virðist þó ekki hafa lesið sjálfur. Þar segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi lýst stríðið í Súdan, sem hófst 2023, kostað hefur 150 þúsund mannslíf, leitt til hungursneyðar 25 milljóna manna og neytt tólf milljónir á vergang, verstu mannúðarkrísu heimsins. Hægt er að finna ófáar greinar sem Einar hefur skrifað um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins þar sem spjótunum er beint að Ísrael en ég hef enga slíka fundið um Súdan þrátt fyrir stór orð í grein hans um stöðu mála þar í landi, líkt og þau sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar, og hversu þungbært honum þyki að eigin sögn að geta ekki beitt sér í þeim efnum. Ekki er þó nóg með að 150 þúsund manns hafi týnt lífi í stríðinu í Súdan heldur hefur fjöldi manns meðal annars af Massalit-þjóðflokknum verið drepinn þar í landi fyrir þá eina sök að vera dekkri á hörund og ekki arabískir. Full ástæða væri því til þess að stinga niður penna í þeim efnum ekki síður en í tilfelli Gaza. Hins vegar á Ísrael jú enga aðkomu að þeim átökum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun