Ríkið tekur – landsbyggðirnar fá minna Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 4. júní 2025 21:00 Óvissa, sundurlyndi og uggur einkennir umræðuna um hækkun veiðigjalda. Þar sem hún mun hafa mest áhrif. Vilji ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr um að gjöldin skuli hækka. Og um það virðist stór hluti þjóðarinnar sammála. Að í sameiginlega sjóði renni með beinum hætti aukin renta af fiskveiðiauðlindinni. En það hvernig þessum réttlætisskatti skal komið á er önnur saga. Markmiðið virðist vera að ná meira af þeim fyrirtækjum sem hafa það best og mest en stefnir í að hafa mest áhrif á þau fyrirtæki sem síst geta brugðist við á svo skömmum tíma. Tilraun til að jafna tekjumun sem mun leiða til aukinnar samþjöppunar og einhæfni, draga úr nýsköpun til skemmri tíma með alvarlegum afleiðingum á minni byggðarlög. Því hvaða fyrirtæki eða útgerðir eru líklegust til að geta keypt minni fyrirtæki eða útgerðir. Umræðan má ekki hverfast aðeins um þann stærsta og hinn minnsta heldur allt þar á milli. Raufarhöfn Skilningur á mikilvægi sjávarútvegs í mörgum sjávarplássum, líkt og Raufarhöfn, virðist vera takmarkaður hjá þeim ráða för. Enn síður um þau afleiddu störf sem styðja þessa mikilvægu atvinnugrein. Þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla er grunnurinn að öðru atvinnulífi. En mest öll þjónusta á Raufarhöfn er háð þessum eina stóra vinnustað í kaupstaðnum. Það eitt og sér er ekki eftirsótt ábyrgð að bera. Staðan er engu að síður þannig. Í frystihúsinu á Raufarhöfn, þessu nyrsta kauptúni sem lengst er frá þjónustumiðju ríkisins, starfa um 35 einstaklingar. Þeirri aðferðafræði sem nú er beitt, að keyra hækkun veiðigjalda í gegn skapar óvissu um þessi störf, um stærsta vinnustaðinn. Ekki hefur gengið vel að fá ríkisvaldið til að klára verkefni og fjárfesta í innviðum eins og Heimskautsgerði eða opinberum störfum. Því skyldi útgerðin gera það þegar herða skal ólina og auka skattbyrði fyrirtækja um 47%? Meiri gjöld → minni hagnaður → minna útsvar → minni fjárhagur sveitarfélaga. Þvert á tilgang frumvarpsins. Tekjur ríkisins munu hinsvegar aukast. Það er vel. Um 81% af skattspori sjávarútvegsins verður til utan höfuðborgarsvæðisins. Verði af óðahækkun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur mun það skerða getu fyrirtækja til skamms tíma. Það veldur óvissu í hinum dreifðu byggðum. Þetta vita þingmenn landsbyggðanna hvar í flokki sem þeir standa og þau sem til þekkja. Leiðir til minna útsvars og lækkar tekjur sveitarfélaga. Það eru mögulega afleiðingar sem einhver telja ásættanlegar? Raufarhöfn. Eitt er að hafa sýn og markmið og annað að geta bent á gögn og útreikninga. Jú, markmiðið er skýrt og gott; að hækka veiðigjöld, að fólk telji sig fá meira í sameiginlega sjóði af auðlind í sinni eigu. En á kostnað hvers kæra Kristrún Frostadóttir? Heilu byggðalögin, sveitarfélögin og fólk víða um land spyr og fær ekki svör. Það skapar óvissu sem verður að eyða svo hægt sé að halda áfram með málið. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Sjávarútvegur Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Óvissa, sundurlyndi og uggur einkennir umræðuna um hækkun veiðigjalda. Þar sem hún mun hafa mest áhrif. Vilji ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr um að gjöldin skuli hækka. Og um það virðist stór hluti þjóðarinnar sammála. Að í sameiginlega sjóði renni með beinum hætti aukin renta af fiskveiðiauðlindinni. En það hvernig þessum réttlætisskatti skal komið á er önnur saga. Markmiðið virðist vera að ná meira af þeim fyrirtækjum sem hafa það best og mest en stefnir í að hafa mest áhrif á þau fyrirtæki sem síst geta brugðist við á svo skömmum tíma. Tilraun til að jafna tekjumun sem mun leiða til aukinnar samþjöppunar og einhæfni, draga úr nýsköpun til skemmri tíma með alvarlegum afleiðingum á minni byggðarlög. Því hvaða fyrirtæki eða útgerðir eru líklegust til að geta keypt minni fyrirtæki eða útgerðir. Umræðan má ekki hverfast aðeins um þann stærsta og hinn minnsta heldur allt þar á milli. Raufarhöfn Skilningur á mikilvægi sjávarútvegs í mörgum sjávarplássum, líkt og Raufarhöfn, virðist vera takmarkaður hjá þeim ráða för. Enn síður um þau afleiddu störf sem styðja þessa mikilvægu atvinnugrein. Þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla er grunnurinn að öðru atvinnulífi. En mest öll þjónusta á Raufarhöfn er háð þessum eina stóra vinnustað í kaupstaðnum. Það eitt og sér er ekki eftirsótt ábyrgð að bera. Staðan er engu að síður þannig. Í frystihúsinu á Raufarhöfn, þessu nyrsta kauptúni sem lengst er frá þjónustumiðju ríkisins, starfa um 35 einstaklingar. Þeirri aðferðafræði sem nú er beitt, að keyra hækkun veiðigjalda í gegn skapar óvissu um þessi störf, um stærsta vinnustaðinn. Ekki hefur gengið vel að fá ríkisvaldið til að klára verkefni og fjárfesta í innviðum eins og Heimskautsgerði eða opinberum störfum. Því skyldi útgerðin gera það þegar herða skal ólina og auka skattbyrði fyrirtækja um 47%? Meiri gjöld → minni hagnaður → minna útsvar → minni fjárhagur sveitarfélaga. Þvert á tilgang frumvarpsins. Tekjur ríkisins munu hinsvegar aukast. Það er vel. Um 81% af skattspori sjávarútvegsins verður til utan höfuðborgarsvæðisins. Verði af óðahækkun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur mun það skerða getu fyrirtækja til skamms tíma. Það veldur óvissu í hinum dreifðu byggðum. Þetta vita þingmenn landsbyggðanna hvar í flokki sem þeir standa og þau sem til þekkja. Leiðir til minna útsvars og lækkar tekjur sveitarfélaga. Það eru mögulega afleiðingar sem einhver telja ásættanlegar? Raufarhöfn. Eitt er að hafa sýn og markmið og annað að geta bent á gögn og útreikninga. Jú, markmiðið er skýrt og gott; að hækka veiðigjöld, að fólk telji sig fá meira í sameiginlega sjóði af auðlind í sinni eigu. En á kostnað hvers kæra Kristrún Frostadóttir? Heilu byggðalögin, sveitarfélögin og fólk víða um land spyr og fær ekki svör. Það skapar óvissu sem verður að eyða svo hægt sé að halda áfram með málið. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar