Leiðin til Parísar (bókstaflega) Ólafur St. Arnarsson skrifar 5. júní 2025 09:30 Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun