Evrópumet! Háskólamenntun minnst metin á Íslandi Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 5. júní 2025 06:00 Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun