Ný nálgun fyrir börn með fjölþættan vanda Guðmundur Ingi Þóroddsson og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 5. júní 2025 16:02 Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagsmál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun