Innlent

Öll útibú opin hjá Landsbankanum

Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbankar verða opnir hjá Landsbankanum í dag þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi skipað skilanefnd til þess að stjórna bankanum.

Nefndin er skipuð í samræmi við ný neyðarlög um efnhagskerfið sem samþykkt voru á Alþingi í nótt. Á vef Fjármálaeftirlitsins er ítrekað að öll bankainnlán á Íslandi séu að fullu tryggð og að gripið sé til aðgerðanna í Landsbankanum til að tryggja eðlilega bankastarfsemi innanlands og stöðugleika íslensks fjármálakerfis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×