Innlent

Íslendingur stunginn í bakið í Álaborg í Danmörku í nótt

Íslendingur var stunginn í bakið í nótt í miðbæ Álaborgar í Danmörku. Samkvæmt frétt í Ekstra Bladet var um 27 ára gamlann mann að ræða sem var í heimsókn í borginni.

Hann var ásamt tveimur öðrum á gangi fyrir utan Hótel Fönix um hálf fjögur leytið er bíll kom upp að þeim, tveir menn stukku út og réðust á þremenningana. Ekki er vitað um ástæður verknaðarins. Íslendingurinn mun ekki í lífshættu.

Árásarmönnunum er lýst sem ca. 25 ára gömlum og var annar þeirra innflytjandi til Danmerkur eða afkomandi þeirra. Engin vitni voru að árásinni en lögreglan skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem eru á svæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×