Innlent

Öll olíufélög hafa lækkað eldsneytisverð

Öll olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og dísilolíu í morgun. Verð á bensíni hjá Olís, Skeljungi og N1 er tæpar 167 krónur í sjálfsafgreiðslu, en rúmar 165 krónur hjá Atlantsolíu og ÓB. Þá hefur díselolía lækkað um 13 krónur og kostar nú tæpar 187 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi, Olís og N1, en 185 krónur hjá Atlantsolíu og ÓB.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×