Innlent

Löggan lét ekki landamæraeftirlit vita af eftirlýstum ofbeldismanni

Landamæradeild lögreglunnar á Suðurnesjum fékk engar tilkynningar um aukinn viðbúnað frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna Ivans Kovulenko.

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Ivan í gær en hann er grunaður um aðild að stórfelldri líkamsárás við Snorrabraut um helgina.

Kovulenko kom sér hins vegar undan lögreglu og fór óáreittur í gegn um öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli og þaðan með flugi til London í gær. Ólíklegt er að Kovulenko hefði tekist það ef landamæradeildin á Keflavíkurflugvelli hefði vitað að maðurinn væri eftirlýstur.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagðist ekki vita neitt um málið þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Ekki náðist í Friðrik Björgvinsson yfirmann rannsóknardeildar, né Sigurbjörn Víði Eggertsson, yfirmann ofbeldisbrotadeildar við vinnslu fréttarinnar.








Tengdar fréttir

Lögreglan lýsir eftir manni sem grunaður er um líkamsárás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir liðlegan þrítugum manni, Ivan Konovalenko, sem grunaður um stórfellda líkamsárás í húsi í Norðurmýri í Reykjavík um síðustu helgi en þar var maður stunginn með hnífi. Hinn eftirlýsti er talinn hættulegur, að sögn lögreglunnar.

Enn leitað að hættulegum manni

Lögregla leitar enn að liðlega þrítugum útlendingi sem hún lýsti formlega eftir í gær vegna líkamsárásar í húsi við Mánagötu um síðustu helgi. Maðurinn, sem heitir Ivan Konovalenko, er sagður hættulegur og mun eiga afbrotaferil í heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×