Handritshöfundar í Hollywood ákváðu í gær að binda enda á verkfall sitt sem staðið hefur í hundrað daga. Þetta þýðir að aðdáendur vinsælla sjónvarpsþátta geta tekið gleði sína á ný.
Enn á eftir að kjósa um samning til þriggja ára sem liggur á borðinu en í honum er gert ráð fyrir að höfundarnir fái sérstaklega greitt fyrir það þegar verk þeirra eru sótt á netinu auk þess sem taxtar þeirra hafa verið hækkaðir umtalsvert.