Erlent

Karlmaður kominn sex mánuði á leið

Thomas Beatie segist vera
Thomas Beatie segist vera

Bandarískur maður sem er kominn sex mánuði á leið - 10 árum eftir að hann undirgekkst kynskiptaaðgerð - segir að ófætt barn sitt sé „kraftaverk." Thomas Beatie er 34 ára. Eftir að hann ákvað að verða karlmaður lét hann fjarlægja brjóst sín, en hélt þó æxlunarfærunum af því hann vildi einn daginn eignast barn.

„Ég vissi ekki hvernig. Það var bara draumur," sagði hann í viðtali hjá Oprah Winfrey. Eiginkona Beatie, Nancy, sagði að hún hefði frjóvgað hann með sæði frá óþekktum sæðisgjafa. Kimberly James  læknir hjónanna segir að meðgangan sé eðlileg og barnið heilbrigt.

„Það er ekki bara löngun manns eða konu að eignast barn," sagði hann í viðtalinu. „Það er mannleg þrá."

Thomas og Nancy hafa verið gift í fimm ár. Hún kom fram ásamt honum í þætti Opruh ásamt tveimur uppkomnum dætrum hennar úr fyrra hjónabandi. Þær lýstu yfir aðdáun á móður þeirra og Thomas.

Thomas er fyrrum fegurðardrottning frá Hawaii. Nancy sprautaði sæði sem þau keyptu í sæðisbanka í eiginmanninn með sprautu. Þau segja að hlutverk þeirra muni ekki breytast. „Hann verður faðirinn og ég verð móðirin," sagði Nancy.

Parið segir að áður en þau fundu lækni sem var tilbúinn að hjálpa þeim á meðgöngunni, hafi átta læknar neitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×