Óþarfar aðgerðir ráðherra Teitur Björn Einarsson skrifar 27. febrúar 2008 05:00 Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, ræðst nú til atlögu gegn gjaldtöku fjármálafyrirtækja og boðar aðgerðir í kjölfar skýrslu starfshóps um málið. Yfirlýsingar ráðherrans gefa til kynna að hér sé á ferðinni órétti hið mesta sem bitni á almenningi og koma verði lagaböndum yfir FIT kostnað, seðilgjöldin og uppgreiðslugjöldin. Svo er ekki. Miklu skiptir að þeir sem kjósa að nýta sér margvíslega þjónustu fjármálafyrirtækis geri sér grein fyrir hvað verið er að semja um. Ábyrgð fjármálafyrirtækja er réttilega meiri í slíkum samningum vegna yfirburðastöðu þeirra gagnvart viðsemjendum. Aðalatriði er að fólki sé frjálst að semja um sín viðskiptakjör. Kostnaður við viðskipti og vanefndir getur verið misjafn, allt eftir eðli og inntaki þeirra réttinda og skyldna sem samið var um, og mikið óþarfaverk að ætla að banna mönnum að semja um þann kostnað sín á milli. Í skýrslu starfshópsins er lagt til að settar verði reglur um yfirdráttarkostnað og uppgreiðslugjöld. Ef rýnt er í skýrsluna kemur í ljós að verið er að leggja til í megindráttum að festa í sett lög frá Alþingi það sem leiða hefur mátt út frá almennum reglum kröfuréttar í íslenskum rétti. Þó að þannig að bætt verði við íþyngjandi ákvæðum um bann við ákveðnum tegundum uppgreiðslugjalda. Óskiljanlegt er af hverju banna á fólki að semja um tiltekin lánakjör á íbúðarláninu sínu. Enn furðulegra verður málið eftir að vefritið Vefþjóðviljinn benti á að uppgreiðslugjöld Íbúðarlánasjóðs eru töluvert hærri en stóru bankanna þriggja og ráðherra hyggst ekki beita sér fyrir breytingu á þeim uppgreiðslugjöldum sem ríkið sjálft innheimtir. Hér má enn og aftur sjá þá tilhneigingu stjórnmálamanna að sjá ekki bjálkann í auga ríkisrekstrarins en einblína á flísina í auga frjáls markaðar. Þá leggur starfshópurinn til að lögfest verði nýtt ákvæði í lögum um neytendalán sem kveði á um að fjármálafyrirtæki verði óheimilt að innheimta kostnað vegna óheimils yfirdráttar ef slík gjaldtaka á ekki stoð í samningi. Í raun væri með slíku ákvæði verið að festa í sessi og lögfesta á skýran hátt gildandi rétt um þetta atriði. Ef viðskiptavinur gerist sekur um að taka meiri peninga frá bankanum en það sem fyrir fram var búið að ákveða milli aðila að mætti taka er um samningsbrot að ræða og ekki óeðlilegt að bankinn geti krafið samningsaðilann um bætur vegna slíkra vanefnda. Ætla má að flestum sé þetta ljóst og vandséð að þörf sé á að auka umstang og kostnað fólks við að óska eftir yfirdrætti. Sumum finnst sá kostnaður vera alveg nægur fyrir. Ráðherra hyggst jafnframt gefa út tilmæli um að bannað verði að bæta seðilgjöldum eða öðrum fylgikröfum við aðalkröfu sem greidd er á gjalddaga, nema sérstaklega sé samið um annað. Ekki verður fjallað um stjórnskipunar- og stjórnsýslulega þýðingu þess að ráðherra gefi út tilmæli til einhverra um að banna eitthvað heldur nefnt að skuldara í þessu tilviki beri að greiða ákveðna kröfu til kröfuhafa, og er krafan sú sem fram kemur að á seðli þeim er seðilgjöld tengjast???. Um er að ræða viðskiptakostnað. Skiptar skoðanir eru um hvar þessi viðskiptakostnaður eigi að liggja en ekki er óeðlilegt að hann sé sýnilegur. Á það má benda að verði þessi kostnaður kröfuhafa við að fá greitt látinn falla lögum samkvæmt á kröfuhafann sjálfan, mun sá viðskiptakostnaður koma m.a. fram í hærra verði á þjónustunni eða þeirri vöru sem seld er. Skýrsla starfshóps um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku er vel unninn og þar er tekið á mörgum áhugaverðum atriðum. Eðlilegt er að umræða um þessi mál sé virk og almenningur og fyrirtæki meðvituð um mikilvægi þess að viðskiptahættir séu sanngjarnir og öllum til hagsbóta. En engin þörf er á að lögfesta ákvæði, þar af sum íþyngjandi ákvæði, um yfirdráttarkostnað og uppgreiðslugjald sem takmarka samningsfrelsi og valda óhagræði í viðskiptum þeirra sem hlut eiga að máli. Takmörkun á samningsfrelsi er til þess fallin að auka viðskiptakostnað, flækja kerfið og draga úr skilvirkni sem á endanum bitnar á neytendum sjálfum. Betur færi á því að viðskiptaráðherra einbeitti sér að því að stuðla að afnámi raunverulegra viðskiptahindrana, svo sem afnámi stimpilgjalda, tolla og annarra úreltra og óþarfa gjalda sem hið opinbera innheimtir, í stað þess að reyna að setja fleiri hindranir á þar sem þeirra er alls ekki þörf. Höfundur er varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, ræðst nú til atlögu gegn gjaldtöku fjármálafyrirtækja og boðar aðgerðir í kjölfar skýrslu starfshóps um málið. Yfirlýsingar ráðherrans gefa til kynna að hér sé á ferðinni órétti hið mesta sem bitni á almenningi og koma verði lagaböndum yfir FIT kostnað, seðilgjöldin og uppgreiðslugjöldin. Svo er ekki. Miklu skiptir að þeir sem kjósa að nýta sér margvíslega þjónustu fjármálafyrirtækis geri sér grein fyrir hvað verið er að semja um. Ábyrgð fjármálafyrirtækja er réttilega meiri í slíkum samningum vegna yfirburðastöðu þeirra gagnvart viðsemjendum. Aðalatriði er að fólki sé frjálst að semja um sín viðskiptakjör. Kostnaður við viðskipti og vanefndir getur verið misjafn, allt eftir eðli og inntaki þeirra réttinda og skyldna sem samið var um, og mikið óþarfaverk að ætla að banna mönnum að semja um þann kostnað sín á milli. Í skýrslu starfshópsins er lagt til að settar verði reglur um yfirdráttarkostnað og uppgreiðslugjöld. Ef rýnt er í skýrsluna kemur í ljós að verið er að leggja til í megindráttum að festa í sett lög frá Alþingi það sem leiða hefur mátt út frá almennum reglum kröfuréttar í íslenskum rétti. Þó að þannig að bætt verði við íþyngjandi ákvæðum um bann við ákveðnum tegundum uppgreiðslugjalda. Óskiljanlegt er af hverju banna á fólki að semja um tiltekin lánakjör á íbúðarláninu sínu. Enn furðulegra verður málið eftir að vefritið Vefþjóðviljinn benti á að uppgreiðslugjöld Íbúðarlánasjóðs eru töluvert hærri en stóru bankanna þriggja og ráðherra hyggst ekki beita sér fyrir breytingu á þeim uppgreiðslugjöldum sem ríkið sjálft innheimtir. Hér má enn og aftur sjá þá tilhneigingu stjórnmálamanna að sjá ekki bjálkann í auga ríkisrekstrarins en einblína á flísina í auga frjáls markaðar. Þá leggur starfshópurinn til að lögfest verði nýtt ákvæði í lögum um neytendalán sem kveði á um að fjármálafyrirtæki verði óheimilt að innheimta kostnað vegna óheimils yfirdráttar ef slík gjaldtaka á ekki stoð í samningi. Í raun væri með slíku ákvæði verið að festa í sessi og lögfesta á skýran hátt gildandi rétt um þetta atriði. Ef viðskiptavinur gerist sekur um að taka meiri peninga frá bankanum en það sem fyrir fram var búið að ákveða milli aðila að mætti taka er um samningsbrot að ræða og ekki óeðlilegt að bankinn geti krafið samningsaðilann um bætur vegna slíkra vanefnda. Ætla má að flestum sé þetta ljóst og vandséð að þörf sé á að auka umstang og kostnað fólks við að óska eftir yfirdrætti. Sumum finnst sá kostnaður vera alveg nægur fyrir. Ráðherra hyggst jafnframt gefa út tilmæli um að bannað verði að bæta seðilgjöldum eða öðrum fylgikröfum við aðalkröfu sem greidd er á gjalddaga, nema sérstaklega sé samið um annað. Ekki verður fjallað um stjórnskipunar- og stjórnsýslulega þýðingu þess að ráðherra gefi út tilmæli til einhverra um að banna eitthvað heldur nefnt að skuldara í þessu tilviki beri að greiða ákveðna kröfu til kröfuhafa, og er krafan sú sem fram kemur að á seðli þeim er seðilgjöld tengjast???. Um er að ræða viðskiptakostnað. Skiptar skoðanir eru um hvar þessi viðskiptakostnaður eigi að liggja en ekki er óeðlilegt að hann sé sýnilegur. Á það má benda að verði þessi kostnaður kröfuhafa við að fá greitt látinn falla lögum samkvæmt á kröfuhafann sjálfan, mun sá viðskiptakostnaður koma m.a. fram í hærra verði á þjónustunni eða þeirri vöru sem seld er. Skýrsla starfshóps um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku er vel unninn og þar er tekið á mörgum áhugaverðum atriðum. Eðlilegt er að umræða um þessi mál sé virk og almenningur og fyrirtæki meðvituð um mikilvægi þess að viðskiptahættir séu sanngjarnir og öllum til hagsbóta. En engin þörf er á að lögfesta ákvæði, þar af sum íþyngjandi ákvæði, um yfirdráttarkostnað og uppgreiðslugjald sem takmarka samningsfrelsi og valda óhagræði í viðskiptum þeirra sem hlut eiga að máli. Takmörkun á samningsfrelsi er til þess fallin að auka viðskiptakostnað, flækja kerfið og draga úr skilvirkni sem á endanum bitnar á neytendum sjálfum. Betur færi á því að viðskiptaráðherra einbeitti sér að því að stuðla að afnámi raunverulegra viðskiptahindrana, svo sem afnámi stimpilgjalda, tolla og annarra úreltra og óþarfa gjalda sem hið opinbera innheimtir, í stað þess að reyna að setja fleiri hindranir á þar sem þeirra er alls ekki þörf. Höfundur er varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar