Óþarfar aðgerðir ráðherra Teitur Björn Einarsson skrifar 27. febrúar 2008 05:00 Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, ræðst nú til atlögu gegn gjaldtöku fjármálafyrirtækja og boðar aðgerðir í kjölfar skýrslu starfshóps um málið. Yfirlýsingar ráðherrans gefa til kynna að hér sé á ferðinni órétti hið mesta sem bitni á almenningi og koma verði lagaböndum yfir FIT kostnað, seðilgjöldin og uppgreiðslugjöldin. Svo er ekki. Miklu skiptir að þeir sem kjósa að nýta sér margvíslega þjónustu fjármálafyrirtækis geri sér grein fyrir hvað verið er að semja um. Ábyrgð fjármálafyrirtækja er réttilega meiri í slíkum samningum vegna yfirburðastöðu þeirra gagnvart viðsemjendum. Aðalatriði er að fólki sé frjálst að semja um sín viðskiptakjör. Kostnaður við viðskipti og vanefndir getur verið misjafn, allt eftir eðli og inntaki þeirra réttinda og skyldna sem samið var um, og mikið óþarfaverk að ætla að banna mönnum að semja um þann kostnað sín á milli. Í skýrslu starfshópsins er lagt til að settar verði reglur um yfirdráttarkostnað og uppgreiðslugjöld. Ef rýnt er í skýrsluna kemur í ljós að verið er að leggja til í megindráttum að festa í sett lög frá Alþingi það sem leiða hefur mátt út frá almennum reglum kröfuréttar í íslenskum rétti. Þó að þannig að bætt verði við íþyngjandi ákvæðum um bann við ákveðnum tegundum uppgreiðslugjalda. Óskiljanlegt er af hverju banna á fólki að semja um tiltekin lánakjör á íbúðarláninu sínu. Enn furðulegra verður málið eftir að vefritið Vefþjóðviljinn benti á að uppgreiðslugjöld Íbúðarlánasjóðs eru töluvert hærri en stóru bankanna þriggja og ráðherra hyggst ekki beita sér fyrir breytingu á þeim uppgreiðslugjöldum sem ríkið sjálft innheimtir. Hér má enn og aftur sjá þá tilhneigingu stjórnmálamanna að sjá ekki bjálkann í auga ríkisrekstrarins en einblína á flísina í auga frjáls markaðar. Þá leggur starfshópurinn til að lögfest verði nýtt ákvæði í lögum um neytendalán sem kveði á um að fjármálafyrirtæki verði óheimilt að innheimta kostnað vegna óheimils yfirdráttar ef slík gjaldtaka á ekki stoð í samningi. Í raun væri með slíku ákvæði verið að festa í sessi og lögfesta á skýran hátt gildandi rétt um þetta atriði. Ef viðskiptavinur gerist sekur um að taka meiri peninga frá bankanum en það sem fyrir fram var búið að ákveða milli aðila að mætti taka er um samningsbrot að ræða og ekki óeðlilegt að bankinn geti krafið samningsaðilann um bætur vegna slíkra vanefnda. Ætla má að flestum sé þetta ljóst og vandséð að þörf sé á að auka umstang og kostnað fólks við að óska eftir yfirdrætti. Sumum finnst sá kostnaður vera alveg nægur fyrir. Ráðherra hyggst jafnframt gefa út tilmæli um að bannað verði að bæta seðilgjöldum eða öðrum fylgikröfum við aðalkröfu sem greidd er á gjalddaga, nema sérstaklega sé samið um annað. Ekki verður fjallað um stjórnskipunar- og stjórnsýslulega þýðingu þess að ráðherra gefi út tilmæli til einhverra um að banna eitthvað heldur nefnt að skuldara í þessu tilviki beri að greiða ákveðna kröfu til kröfuhafa, og er krafan sú sem fram kemur að á seðli þeim er seðilgjöld tengjast???. Um er að ræða viðskiptakostnað. Skiptar skoðanir eru um hvar þessi viðskiptakostnaður eigi að liggja en ekki er óeðlilegt að hann sé sýnilegur. Á það má benda að verði þessi kostnaður kröfuhafa við að fá greitt látinn falla lögum samkvæmt á kröfuhafann sjálfan, mun sá viðskiptakostnaður koma m.a. fram í hærra verði á þjónustunni eða þeirri vöru sem seld er. Skýrsla starfshóps um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku er vel unninn og þar er tekið á mörgum áhugaverðum atriðum. Eðlilegt er að umræða um þessi mál sé virk og almenningur og fyrirtæki meðvituð um mikilvægi þess að viðskiptahættir séu sanngjarnir og öllum til hagsbóta. En engin þörf er á að lögfesta ákvæði, þar af sum íþyngjandi ákvæði, um yfirdráttarkostnað og uppgreiðslugjald sem takmarka samningsfrelsi og valda óhagræði í viðskiptum þeirra sem hlut eiga að máli. Takmörkun á samningsfrelsi er til þess fallin að auka viðskiptakostnað, flækja kerfið og draga úr skilvirkni sem á endanum bitnar á neytendum sjálfum. Betur færi á því að viðskiptaráðherra einbeitti sér að því að stuðla að afnámi raunverulegra viðskiptahindrana, svo sem afnámi stimpilgjalda, tolla og annarra úreltra og óþarfa gjalda sem hið opinbera innheimtir, í stað þess að reyna að setja fleiri hindranir á þar sem þeirra er alls ekki þörf. Höfundur er varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, ræðst nú til atlögu gegn gjaldtöku fjármálafyrirtækja og boðar aðgerðir í kjölfar skýrslu starfshóps um málið. Yfirlýsingar ráðherrans gefa til kynna að hér sé á ferðinni órétti hið mesta sem bitni á almenningi og koma verði lagaböndum yfir FIT kostnað, seðilgjöldin og uppgreiðslugjöldin. Svo er ekki. Miklu skiptir að þeir sem kjósa að nýta sér margvíslega þjónustu fjármálafyrirtækis geri sér grein fyrir hvað verið er að semja um. Ábyrgð fjármálafyrirtækja er réttilega meiri í slíkum samningum vegna yfirburðastöðu þeirra gagnvart viðsemjendum. Aðalatriði er að fólki sé frjálst að semja um sín viðskiptakjör. Kostnaður við viðskipti og vanefndir getur verið misjafn, allt eftir eðli og inntaki þeirra réttinda og skyldna sem samið var um, og mikið óþarfaverk að ætla að banna mönnum að semja um þann kostnað sín á milli. Í skýrslu starfshópsins er lagt til að settar verði reglur um yfirdráttarkostnað og uppgreiðslugjöld. Ef rýnt er í skýrsluna kemur í ljós að verið er að leggja til í megindráttum að festa í sett lög frá Alþingi það sem leiða hefur mátt út frá almennum reglum kröfuréttar í íslenskum rétti. Þó að þannig að bætt verði við íþyngjandi ákvæðum um bann við ákveðnum tegundum uppgreiðslugjalda. Óskiljanlegt er af hverju banna á fólki að semja um tiltekin lánakjör á íbúðarláninu sínu. Enn furðulegra verður málið eftir að vefritið Vefþjóðviljinn benti á að uppgreiðslugjöld Íbúðarlánasjóðs eru töluvert hærri en stóru bankanna þriggja og ráðherra hyggst ekki beita sér fyrir breytingu á þeim uppgreiðslugjöldum sem ríkið sjálft innheimtir. Hér má enn og aftur sjá þá tilhneigingu stjórnmálamanna að sjá ekki bjálkann í auga ríkisrekstrarins en einblína á flísina í auga frjáls markaðar. Þá leggur starfshópurinn til að lögfest verði nýtt ákvæði í lögum um neytendalán sem kveði á um að fjármálafyrirtæki verði óheimilt að innheimta kostnað vegna óheimils yfirdráttar ef slík gjaldtaka á ekki stoð í samningi. Í raun væri með slíku ákvæði verið að festa í sessi og lögfesta á skýran hátt gildandi rétt um þetta atriði. Ef viðskiptavinur gerist sekur um að taka meiri peninga frá bankanum en það sem fyrir fram var búið að ákveða milli aðila að mætti taka er um samningsbrot að ræða og ekki óeðlilegt að bankinn geti krafið samningsaðilann um bætur vegna slíkra vanefnda. Ætla má að flestum sé þetta ljóst og vandséð að þörf sé á að auka umstang og kostnað fólks við að óska eftir yfirdrætti. Sumum finnst sá kostnaður vera alveg nægur fyrir. Ráðherra hyggst jafnframt gefa út tilmæli um að bannað verði að bæta seðilgjöldum eða öðrum fylgikröfum við aðalkröfu sem greidd er á gjalddaga, nema sérstaklega sé samið um annað. Ekki verður fjallað um stjórnskipunar- og stjórnsýslulega þýðingu þess að ráðherra gefi út tilmæli til einhverra um að banna eitthvað heldur nefnt að skuldara í þessu tilviki beri að greiða ákveðna kröfu til kröfuhafa, og er krafan sú sem fram kemur að á seðli þeim er seðilgjöld tengjast???. Um er að ræða viðskiptakostnað. Skiptar skoðanir eru um hvar þessi viðskiptakostnaður eigi að liggja en ekki er óeðlilegt að hann sé sýnilegur. Á það má benda að verði þessi kostnaður kröfuhafa við að fá greitt látinn falla lögum samkvæmt á kröfuhafann sjálfan, mun sá viðskiptakostnaður koma m.a. fram í hærra verði á þjónustunni eða þeirri vöru sem seld er. Skýrsla starfshóps um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku er vel unninn og þar er tekið á mörgum áhugaverðum atriðum. Eðlilegt er að umræða um þessi mál sé virk og almenningur og fyrirtæki meðvituð um mikilvægi þess að viðskiptahættir séu sanngjarnir og öllum til hagsbóta. En engin þörf er á að lögfesta ákvæði, þar af sum íþyngjandi ákvæði, um yfirdráttarkostnað og uppgreiðslugjald sem takmarka samningsfrelsi og valda óhagræði í viðskiptum þeirra sem hlut eiga að máli. Takmörkun á samningsfrelsi er til þess fallin að auka viðskiptakostnað, flækja kerfið og draga úr skilvirkni sem á endanum bitnar á neytendum sjálfum. Betur færi á því að viðskiptaráðherra einbeitti sér að því að stuðla að afnámi raunverulegra viðskiptahindrana, svo sem afnámi stimpilgjalda, tolla og annarra úreltra og óþarfa gjalda sem hið opinbera innheimtir, í stað þess að reyna að setja fleiri hindranir á þar sem þeirra er alls ekki þörf. Höfundur er varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar