Á meðan leikkonan Lindsay Lohan tekst á við ágenga ljósmyndara í Hollywood snýr kærastan hennar, Samantha Ronson, skífum í versluninni H&M í Montreal og er hugsi eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Kærusturnar hafa verið óaðskiljanlegar síðustu mánuði ef marka má fjölmiðla beggja vegna Atlantshafsins sem hafa óbilandi áhuga á sambandi stúlknanna sem takast á við söknuðinn einar síns liðs.