Lífið

Óvissunni um Sölvu eytt

sev skrifar
Sölvu hefur verið beðið með eftirvæntingu.
Sölvu hefur verið beðið með eftirvæntingu.

Ein mesta óvissan sem nagað hefur borgarbúa í ölduróti liðinna daga er hvaða áhrif hvarf Ólafs F. Magnússonar úr stóli borgarstjóra kemur til með að hafa. Verður ráðist í Bitruvirkjun? Ætlar Óskar að lappa upp á Laugaveg 4-6? Og síðast en ekki síst, fá borgarbúar að sjá Sölvu Ford á menningarnótt?

„Þegar búið er að semja við listamenn þá er alveg hægt að skipta um stjórnir út og austur. Það hefur ekki áhrif á frágengna dagskrá," segir Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

Hún segir Sölvu, söngkonuna sem heillaði borgarstjóra upp úr skónum í heimsókn hans til Færeyja fyrr í sumar, koma fram á Óðinstorgi við setningu menningarnætur þann 23. ágúst. Sif segir að borgarstjóri setji hátíðina klukkan eitt, og þar á eftir flytji Þórarinn Eldjárn borgarlistamaður frumsaminn brag um borgina. Þá sé röðin komin að Sölvu, sem flytji nokkur lög, og komi svo fram síðar um daginn á Kjarvalsstöðum.

Sif segir að á sínum bæ hafi borgarstjórnarskiptin lítil áhrif. Og hún telur að nýji meirihlutinn hangi yfir menningarnótt. „Ég á von á því. Ég hef þó enga spádómsgáfu," segir Sif sem þó treystir sér til að spá því sem mestu máli skiptir - að það verði gott veður á menningarnótt.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.