Innlent

Skora á alla að virða áfengislögin

,,Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu". Svo segir í 20. grein áfengislaga og nú hafa sex hópar, embætti og félagasamtök tekið sig saman og skorað á félög, fyrirtæki og aðra þá er málið varðar að virða ákvæði laganna.

Þetta eru SAMAN-hópurinn, NÁUM ÁTTUM, SAMFO, SÁÁ, Talsmaður neytenda og Umboðsmaður barna. Í áskorun þeirra segir meðal annars, að fjölmargar rannsóknir gefi til kynna að auglýsingar byggi upp jákvæð viðhorf til áfengis sem hafa áhrif á ákvarðanir um áfengisneyslu. Þær virki því neysluhvetjandi á ungt fólk.

Bent er á skoðanakönnun frá sem Lýðheilsustöð gerði í fyrraþar sem kom í ljós að þrír af hverjum fjórum sögðust vera andvígir því að leyfilegt væri að auglýsa áfengi í fjölmiðlum sem börn og unglingar hafa aðgang að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×