Innlent

Neytendur fylgist með hvort matvælaverð lækki á morgun

MYND/Sigurður Jökull

Neytendasamtökin hvetja almenning til þess að fylgjast vel með því á morgun hvort matvælaverð lækki en þá taka gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld á matvælum. Í frétt á heimasíðu samtakanna segjast þau vona að þetta sé fyrsta skref stjórnvalda til að lækka vöruverð almennt á Íslandi.

Samtökin hafa ásamt ASÍ og Neytendastofu gert verðkannanir að undanförnu en segja að mikilvægt sé að neytendur standi vaktina sjálfir. Er fólk sem verði vart við að þessar verðlækkanir skili sér ekki í verslunum er það hvatt til að láta samtökin vita um slíkt.

Neytendasamtökin segja grundvallaratriði að verðmerkingar séu skýrar þannig að neytendur verði meðvitaðir um verðlag. Vísað er til þess að verðmerkingum í bakaríum og sjoppum sé oft ábótavant. Ef upplýsingar um verð séu ekki til staðar geti neytendur ekki séð hvort seljandi hafi lækkað verð í kjölfar breytinganna eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×