Innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði um nærri 1,5 prósent

MYND/GVA

Úrvalsvísitalan hafði lækkað um tæplega eitt og hálft prósent í dag þegar mörkuðum var lokað klukkan 16 en nokkuð flökt var á henni í dag. Hlutabréf fjölmargra fyrirtækja lækkuðu í dag, þar meðal Hf. Eimskipafélags Íslands um nærri níu prósent.

Þá lækkuðu hlutabréf í Kaupþingi og Tryggingamiðstöðinni um rúlega tvö prósent. Þá lækkuðu bréf í Icelandair Group og Exista um 1,8 og 1,7 prósent. Hins vegar hækkuðu bréf í Mosaic um rúm tvö prósent og Marel um tæpt prósent.

Lækkun varð á hlutabréfum á mörgum mörkuðum í Evrópu þótt lækkunin hafi ekki orðið eins mikil og útlit var fyrir framan af degi. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan um rúmt prósent. Hins vegar virðist bandaríski markaðurinn vera að jafna sig eftir mestu dýfu í nærri fjögur ár því Dow Jones hefur hækkað um 0,8 prósent það sem af er degi og Nasdaq um 0,6 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×