Rússnesk kona hefur kært yfirvöld fyrir að gefa nýfæddri dóttur hennar fæðingarnúmerið 666. Móðirin, Natalia Serepova, er 33 ára frá Stavropol í Rússlandi. Hún mótmælti númerinu sem Marianna dóttir hennar fékk og sagði það vera djöfullegt.
Þegar bæjaryfirvöld neituðu að breyta númerinu, sem öllum börnum í Rússlandi er gefið við fæðingu, ákvað Natalia að kæra. Hún sagðist neita því að dóttir hennar bæri innsigli andkrists og númer Satans: "Það óhreinkar sálir kristinna manna."
Fyrirtaka verður í málinu 7. mars næstkomandi.