Lífið

Gripinn á klósettinu

Ingimar á klósettinu góða á Menningarnótt.
Ingimar á klósettinu góða á Menningarnótt.

„Maður leggur ýmislegt á sig fyrir listina,“ segir Ingimar Oddsson sem var stöðvaður við sölu á bók sinni Salernissögur fyrir lengra komna, þar sem hann sat á klósettinuá Laugarveginum. Ingimar hefur notað klósett við kynningu sína á bókinni og hefur setið við lestur víða um Reykjavík sitjandi á klósetti. „Þetta vekur athygli og fólk hlær að þessu,“ segir Ingimar.

„Þarna komu tveir lögreglumenn þar sem ég sat á klósettinu og voru þeir mjög kurteisir. Spurðu mig út um erindi mitt þarna á Laugaveginum og báðu mig vinsamlegast ekki selja neitt án leyfis. Þetta fór allt fram í mestu vinsemd og ég hypjaði mig bara."

Það þarf ekki leyfi til að vera með gjörning eða kynningu í miðbænum en ef um sölu er að ræða þá þarf sérstakt söluleyfi frá höfuðborgarstofu. Ingimar segir að erfitt hafi verið að nálgast leyfið. Hann hafi samt ákveðið að láta á það reyna að selja bókina.

Ingimar verður á klósettinu í Smáralind á morgun, fyrir framan Eymundsson og áritar bækur sínar. Verði hann ekki kominn með leyfi fyrir Þorláksmessu verður hann fyrir framan búðina Ósóma en þar fást Salernissögur einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.