Eru flokkarnir ósammála kjósendum? 4. maí 2007 06:00 Mánudaginn 30. apríl birti Fréttablaðið niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kemur að kjósendur á Íslandi telja menntamál næstmikilvægasta málaflokkinn þegar kemur að því að ákveða hvaða flokkur hlýtur þeirra atkvæði 12. maí. Einungis velferðarmál þykja skipa meira máli, og eru menntamál t.a.m. ofar í röðinni en skattamál, efnahagsmál og umhverfismál. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undanfarið staðið fyrir herferð sem miðar að því að gera menntamál að kosningamáli, nokkuð sem, miðað við vilja kjósenda, virðist vera afar brýnt. Það er því ljóst að Stúdentaráð er sammála þorra kjósenda - en eru frambjóðendur það? Eru menntamál orðin að kosningamáli? Vissulega hefur farið meira fyrir umræðu um menntamál þetta árið en oft áður, t.d. fyrir fjórum árum þegar nær öll umræða snerist um kvótakerfið. Samt sem áður hafa málaflokkar eins og efnahagsmál, samgöngumál og umhverfismál hlotið mun meiri athygli í pólitískri umræðu, þrátt fyrir að kjósendum þyki þau mál ekki eins mikilvæg og menntamálin. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram eru flestir, ef ekki allir, með skýra stefnu í menntamálum og sú stefna er langt frá því að vera eins hjá þeim öllum. Ef stefna flokkanna í háskólamálum er skoðuð kemur í ljós að flokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Skólagjöld eru eitt þeirra atriða sem flokkana greinir á um, en samt hefur lítið farið fyrir umræðum um hvort taka eigi upp skólagjöld við opinbera háskóla hérlendis nú í aðdraganda kosninga. Sú spurning er hápólitísk og varðar ekki bara stúdenta, heldur samfélagið allt. Skólagjöld við opinbera háskóla fela í sér að horfið yrði frá þeim grundvallaratriðum sem hafa einkennt íslenskt samfélag í fjölda ára, að allir séu jafnir og hafi jöfn tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, og í því felst meðal annars að hafa möguleika á að mennta sig. Það eru fleiri málefni sem flokkana greinir á um og má þar nefna lánasjóðsmálin, samkeppnisstöðu háskólanna hérlendis og fjármögnun háskólastigsins almennt. Skortur á umræðu um menntamál er því ekki kominn til vegna þess að flokkarnir hafa ekkert að tala um. Stjórnmálaflokkarnir vita núna hversu mikilvæg menntamálin eru í augum kjósenda. Það gefst hins vegar því miður varla tími til þess að ræða menntamál af einhverri alvöru þessa rúmu viku sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Það geta flokkarnir bætt upp fyrir með því að veita menntamálunum þá athygli sem þau eiga skilið á næsta kjörtímabili og efna þau loforð sem þeir hafa gefið. Stúdentaráð mun fylgjast vel með, enda eru loforð flokkanna í þessum málaflokki vandlega skráð á vefsíðunni loford.is, og því munu flokkarnir eiga erfitt með að svíkja kjósendur. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Mánudaginn 30. apríl birti Fréttablaðið niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kemur að kjósendur á Íslandi telja menntamál næstmikilvægasta málaflokkinn þegar kemur að því að ákveða hvaða flokkur hlýtur þeirra atkvæði 12. maí. Einungis velferðarmál þykja skipa meira máli, og eru menntamál t.a.m. ofar í röðinni en skattamál, efnahagsmál og umhverfismál. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undanfarið staðið fyrir herferð sem miðar að því að gera menntamál að kosningamáli, nokkuð sem, miðað við vilja kjósenda, virðist vera afar brýnt. Það er því ljóst að Stúdentaráð er sammála þorra kjósenda - en eru frambjóðendur það? Eru menntamál orðin að kosningamáli? Vissulega hefur farið meira fyrir umræðu um menntamál þetta árið en oft áður, t.d. fyrir fjórum árum þegar nær öll umræða snerist um kvótakerfið. Samt sem áður hafa málaflokkar eins og efnahagsmál, samgöngumál og umhverfismál hlotið mun meiri athygli í pólitískri umræðu, þrátt fyrir að kjósendum þyki þau mál ekki eins mikilvæg og menntamálin. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram eru flestir, ef ekki allir, með skýra stefnu í menntamálum og sú stefna er langt frá því að vera eins hjá þeim öllum. Ef stefna flokkanna í háskólamálum er skoðuð kemur í ljós að flokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Skólagjöld eru eitt þeirra atriða sem flokkana greinir á um, en samt hefur lítið farið fyrir umræðum um hvort taka eigi upp skólagjöld við opinbera háskóla hérlendis nú í aðdraganda kosninga. Sú spurning er hápólitísk og varðar ekki bara stúdenta, heldur samfélagið allt. Skólagjöld við opinbera háskóla fela í sér að horfið yrði frá þeim grundvallaratriðum sem hafa einkennt íslenskt samfélag í fjölda ára, að allir séu jafnir og hafi jöfn tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, og í því felst meðal annars að hafa möguleika á að mennta sig. Það eru fleiri málefni sem flokkana greinir á um og má þar nefna lánasjóðsmálin, samkeppnisstöðu háskólanna hérlendis og fjármögnun háskólastigsins almennt. Skortur á umræðu um menntamál er því ekki kominn til vegna þess að flokkarnir hafa ekkert að tala um. Stjórnmálaflokkarnir vita núna hversu mikilvæg menntamálin eru í augum kjósenda. Það gefst hins vegar því miður varla tími til þess að ræða menntamál af einhverri alvöru þessa rúmu viku sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Það geta flokkarnir bætt upp fyrir með því að veita menntamálunum þá athygli sem þau eiga skilið á næsta kjörtímabili og efna þau loforð sem þeir hafa gefið. Stúdentaráð mun fylgjast vel með, enda eru loforð flokkanna í þessum málaflokki vandlega skráð á vefsíðunni loford.is, og því munu flokkarnir eiga erfitt með að svíkja kjósendur. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun