Eru flokkarnir ósammála kjósendum? 4. maí 2007 06:00 Mánudaginn 30. apríl birti Fréttablaðið niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kemur að kjósendur á Íslandi telja menntamál næstmikilvægasta málaflokkinn þegar kemur að því að ákveða hvaða flokkur hlýtur þeirra atkvæði 12. maí. Einungis velferðarmál þykja skipa meira máli, og eru menntamál t.a.m. ofar í röðinni en skattamál, efnahagsmál og umhverfismál. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undanfarið staðið fyrir herferð sem miðar að því að gera menntamál að kosningamáli, nokkuð sem, miðað við vilja kjósenda, virðist vera afar brýnt. Það er því ljóst að Stúdentaráð er sammála þorra kjósenda - en eru frambjóðendur það? Eru menntamál orðin að kosningamáli? Vissulega hefur farið meira fyrir umræðu um menntamál þetta árið en oft áður, t.d. fyrir fjórum árum þegar nær öll umræða snerist um kvótakerfið. Samt sem áður hafa málaflokkar eins og efnahagsmál, samgöngumál og umhverfismál hlotið mun meiri athygli í pólitískri umræðu, þrátt fyrir að kjósendum þyki þau mál ekki eins mikilvæg og menntamálin. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram eru flestir, ef ekki allir, með skýra stefnu í menntamálum og sú stefna er langt frá því að vera eins hjá þeim öllum. Ef stefna flokkanna í háskólamálum er skoðuð kemur í ljós að flokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Skólagjöld eru eitt þeirra atriða sem flokkana greinir á um, en samt hefur lítið farið fyrir umræðum um hvort taka eigi upp skólagjöld við opinbera háskóla hérlendis nú í aðdraganda kosninga. Sú spurning er hápólitísk og varðar ekki bara stúdenta, heldur samfélagið allt. Skólagjöld við opinbera háskóla fela í sér að horfið yrði frá þeim grundvallaratriðum sem hafa einkennt íslenskt samfélag í fjölda ára, að allir séu jafnir og hafi jöfn tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, og í því felst meðal annars að hafa möguleika á að mennta sig. Það eru fleiri málefni sem flokkana greinir á um og má þar nefna lánasjóðsmálin, samkeppnisstöðu háskólanna hérlendis og fjármögnun háskólastigsins almennt. Skortur á umræðu um menntamál er því ekki kominn til vegna þess að flokkarnir hafa ekkert að tala um. Stjórnmálaflokkarnir vita núna hversu mikilvæg menntamálin eru í augum kjósenda. Það gefst hins vegar því miður varla tími til þess að ræða menntamál af einhverri alvöru þessa rúmu viku sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Það geta flokkarnir bætt upp fyrir með því að veita menntamálunum þá athygli sem þau eiga skilið á næsta kjörtímabili og efna þau loforð sem þeir hafa gefið. Stúdentaráð mun fylgjast vel með, enda eru loforð flokkanna í þessum málaflokki vandlega skráð á vefsíðunni loford.is, og því munu flokkarnir eiga erfitt með að svíkja kjósendur. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mánudaginn 30. apríl birti Fréttablaðið niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kemur að kjósendur á Íslandi telja menntamál næstmikilvægasta málaflokkinn þegar kemur að því að ákveða hvaða flokkur hlýtur þeirra atkvæði 12. maí. Einungis velferðarmál þykja skipa meira máli, og eru menntamál t.a.m. ofar í röðinni en skattamál, efnahagsmál og umhverfismál. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undanfarið staðið fyrir herferð sem miðar að því að gera menntamál að kosningamáli, nokkuð sem, miðað við vilja kjósenda, virðist vera afar brýnt. Það er því ljóst að Stúdentaráð er sammála þorra kjósenda - en eru frambjóðendur það? Eru menntamál orðin að kosningamáli? Vissulega hefur farið meira fyrir umræðu um menntamál þetta árið en oft áður, t.d. fyrir fjórum árum þegar nær öll umræða snerist um kvótakerfið. Samt sem áður hafa málaflokkar eins og efnahagsmál, samgöngumál og umhverfismál hlotið mun meiri athygli í pólitískri umræðu, þrátt fyrir að kjósendum þyki þau mál ekki eins mikilvæg og menntamálin. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram eru flestir, ef ekki allir, með skýra stefnu í menntamálum og sú stefna er langt frá því að vera eins hjá þeim öllum. Ef stefna flokkanna í háskólamálum er skoðuð kemur í ljós að flokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Skólagjöld eru eitt þeirra atriða sem flokkana greinir á um, en samt hefur lítið farið fyrir umræðum um hvort taka eigi upp skólagjöld við opinbera háskóla hérlendis nú í aðdraganda kosninga. Sú spurning er hápólitísk og varðar ekki bara stúdenta, heldur samfélagið allt. Skólagjöld við opinbera háskóla fela í sér að horfið yrði frá þeim grundvallaratriðum sem hafa einkennt íslenskt samfélag í fjölda ára, að allir séu jafnir og hafi jöfn tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, og í því felst meðal annars að hafa möguleika á að mennta sig. Það eru fleiri málefni sem flokkana greinir á um og má þar nefna lánasjóðsmálin, samkeppnisstöðu háskólanna hérlendis og fjármögnun háskólastigsins almennt. Skortur á umræðu um menntamál er því ekki kominn til vegna þess að flokkarnir hafa ekkert að tala um. Stjórnmálaflokkarnir vita núna hversu mikilvæg menntamálin eru í augum kjósenda. Það gefst hins vegar því miður varla tími til þess að ræða menntamál af einhverri alvöru þessa rúmu viku sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Það geta flokkarnir bætt upp fyrir með því að veita menntamálunum þá athygli sem þau eiga skilið á næsta kjörtímabili og efna þau loforð sem þeir hafa gefið. Stúdentaráð mun fylgjast vel með, enda eru loforð flokkanna í þessum málaflokki vandlega skráð á vefsíðunni loford.is, og því munu flokkarnir eiga erfitt með að svíkja kjósendur. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun