Eru flokkarnir ósammála kjósendum? 4. maí 2007 06:00 Mánudaginn 30. apríl birti Fréttablaðið niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kemur að kjósendur á Íslandi telja menntamál næstmikilvægasta málaflokkinn þegar kemur að því að ákveða hvaða flokkur hlýtur þeirra atkvæði 12. maí. Einungis velferðarmál þykja skipa meira máli, og eru menntamál t.a.m. ofar í röðinni en skattamál, efnahagsmál og umhverfismál. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undanfarið staðið fyrir herferð sem miðar að því að gera menntamál að kosningamáli, nokkuð sem, miðað við vilja kjósenda, virðist vera afar brýnt. Það er því ljóst að Stúdentaráð er sammála þorra kjósenda - en eru frambjóðendur það? Eru menntamál orðin að kosningamáli? Vissulega hefur farið meira fyrir umræðu um menntamál þetta árið en oft áður, t.d. fyrir fjórum árum þegar nær öll umræða snerist um kvótakerfið. Samt sem áður hafa málaflokkar eins og efnahagsmál, samgöngumál og umhverfismál hlotið mun meiri athygli í pólitískri umræðu, þrátt fyrir að kjósendum þyki þau mál ekki eins mikilvæg og menntamálin. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram eru flestir, ef ekki allir, með skýra stefnu í menntamálum og sú stefna er langt frá því að vera eins hjá þeim öllum. Ef stefna flokkanna í háskólamálum er skoðuð kemur í ljós að flokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Skólagjöld eru eitt þeirra atriða sem flokkana greinir á um, en samt hefur lítið farið fyrir umræðum um hvort taka eigi upp skólagjöld við opinbera háskóla hérlendis nú í aðdraganda kosninga. Sú spurning er hápólitísk og varðar ekki bara stúdenta, heldur samfélagið allt. Skólagjöld við opinbera háskóla fela í sér að horfið yrði frá þeim grundvallaratriðum sem hafa einkennt íslenskt samfélag í fjölda ára, að allir séu jafnir og hafi jöfn tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, og í því felst meðal annars að hafa möguleika á að mennta sig. Það eru fleiri málefni sem flokkana greinir á um og má þar nefna lánasjóðsmálin, samkeppnisstöðu háskólanna hérlendis og fjármögnun háskólastigsins almennt. Skortur á umræðu um menntamál er því ekki kominn til vegna þess að flokkarnir hafa ekkert að tala um. Stjórnmálaflokkarnir vita núna hversu mikilvæg menntamálin eru í augum kjósenda. Það gefst hins vegar því miður varla tími til þess að ræða menntamál af einhverri alvöru þessa rúmu viku sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Það geta flokkarnir bætt upp fyrir með því að veita menntamálunum þá athygli sem þau eiga skilið á næsta kjörtímabili og efna þau loforð sem þeir hafa gefið. Stúdentaráð mun fylgjast vel með, enda eru loforð flokkanna í þessum málaflokki vandlega skráð á vefsíðunni loford.is, og því munu flokkarnir eiga erfitt með að svíkja kjósendur. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mánudaginn 30. apríl birti Fréttablaðið niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kemur að kjósendur á Íslandi telja menntamál næstmikilvægasta málaflokkinn þegar kemur að því að ákveða hvaða flokkur hlýtur þeirra atkvæði 12. maí. Einungis velferðarmál þykja skipa meira máli, og eru menntamál t.a.m. ofar í röðinni en skattamál, efnahagsmál og umhverfismál. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undanfarið staðið fyrir herferð sem miðar að því að gera menntamál að kosningamáli, nokkuð sem, miðað við vilja kjósenda, virðist vera afar brýnt. Það er því ljóst að Stúdentaráð er sammála þorra kjósenda - en eru frambjóðendur það? Eru menntamál orðin að kosningamáli? Vissulega hefur farið meira fyrir umræðu um menntamál þetta árið en oft áður, t.d. fyrir fjórum árum þegar nær öll umræða snerist um kvótakerfið. Samt sem áður hafa málaflokkar eins og efnahagsmál, samgöngumál og umhverfismál hlotið mun meiri athygli í pólitískri umræðu, þrátt fyrir að kjósendum þyki þau mál ekki eins mikilvæg og menntamálin. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram eru flestir, ef ekki allir, með skýra stefnu í menntamálum og sú stefna er langt frá því að vera eins hjá þeim öllum. Ef stefna flokkanna í háskólamálum er skoðuð kemur í ljós að flokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Skólagjöld eru eitt þeirra atriða sem flokkana greinir á um, en samt hefur lítið farið fyrir umræðum um hvort taka eigi upp skólagjöld við opinbera háskóla hérlendis nú í aðdraganda kosninga. Sú spurning er hápólitísk og varðar ekki bara stúdenta, heldur samfélagið allt. Skólagjöld við opinbera háskóla fela í sér að horfið yrði frá þeim grundvallaratriðum sem hafa einkennt íslenskt samfélag í fjölda ára, að allir séu jafnir og hafi jöfn tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, og í því felst meðal annars að hafa möguleika á að mennta sig. Það eru fleiri málefni sem flokkana greinir á um og má þar nefna lánasjóðsmálin, samkeppnisstöðu háskólanna hérlendis og fjármögnun háskólastigsins almennt. Skortur á umræðu um menntamál er því ekki kominn til vegna þess að flokkarnir hafa ekkert að tala um. Stjórnmálaflokkarnir vita núna hversu mikilvæg menntamálin eru í augum kjósenda. Það gefst hins vegar því miður varla tími til þess að ræða menntamál af einhverri alvöru þessa rúmu viku sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Það geta flokkarnir bætt upp fyrir með því að veita menntamálunum þá athygli sem þau eiga skilið á næsta kjörtímabili og efna þau loforð sem þeir hafa gefið. Stúdentaráð mun fylgjast vel með, enda eru loforð flokkanna í þessum málaflokki vandlega skráð á vefsíðunni loford.is, og því munu flokkarnir eiga erfitt með að svíkja kjósendur. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun