Innlent

Hugað að breyttri nýtingu á Keflavíkurflugvelli

Íslenskar farþegaþotur eru á ný farnar að leggja við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Talsmaður Flugmálastjórnar segir svæðið þar í kring afar verðmætt fyrir flugstarfsemi. Þá er áformað að opna þriðju flugbraut vallarins, sem myndi bæta enn frekar rekstraröryggi flugs, ekki síst innanlandsflugs.

Sérstök Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar, sem heyrir undir utanríkisráðuneytið, annast nú rekstur þessa þjóðarflugvallar Íslendinga og þar sjá menn fram á margvíslegar breytingar nú þegar bandaríski herinn er farinn. Ein sú mikilvægasta fyrir flugið er sú ákvörðun að opna þriðju flugbraut vallarins, sem menn vonast til að geti orðið á næsta ári, en kostnaður við það er áætlaður um 250 milljónir króna.

Flugvél merkt Loftleiðum fyrir framan gömlu flugstöðina vekur án efa upp gamlar minningar en tveir áratugir eru liðnir frá þarna var aðalhlið Íslendinga til útlanda og útlendinga til Íslands. Nú þegar enginn hermenn eru lengur til að nota þetta þennan hluta vallarins eru Íslendingar farni að huga að nýtingu svæðsins, sem Flugmálastjórnarmenn telja verðmætt.

Stækkandi Landhelgisgæsla kallar á meira rými og stærri flugskýli og þau standa nokkur tóm á Keflavíkurflugvelli. Skýlið gegnt gömlu flugstöðinni, sem áður hýsti kafbátaleitarsveit Varnarliðsins, er talið henta vel fyrir Gæsluna enda nýuppgert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×