Lögreglan með aðgerðir vegna komu Hell´s Angels 2. nóvember 2007 15:48 Íslensk lögregluyfirvöld hafa undirbúið aðgerðir vegna komu norrænna félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að Ríkislögreglustjóri fari með yfirumsjón aðgerðarinnar en lögreglarn á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með framkvæmd einstakra þátta aðgerðarinnar. Lögreglan greinir frá húsleit sinni og sérsveitarinnar í húsakynnum vélhjólaklúbbsins Fáfnis í tengslum við fíkniefnarannsókn lögreglustjóra Suðurnesja. Sérsveit var kölluð til vegna hættu sem talin er stafa af meðlimum klúbbsins og þar sem húsnæðið hefur verið víggirt. Vegna starfsemi klúbbsins kallaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til fulltrúa frá eldvarnareftirliti, rafmagnseftirliti, heilbrigðiseftirliti og byggingarfulltrúa. Á þessari stundu er ekki vitað um viðbrögð þessara aðila. Þá segir í tilkynningunni að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hafi fyrir skemmstu borist upplýsingar frá erlendum samstarfsaðilum um að fjölda Hell´s Angels meðlima væri stefnt til landsins vegna afmælisveislu hjá Fáfni um helgina. Afmælisveislan á að fara fram í leiguhúsnæði klúbbsins að Hverfisgötu 61 í Reykjavík. Upplýsingar lögreglu benda til að íslenskum aðilum sé einnig boðið til veislunnar.Dóms- og kirkjumálaráðherra ákvað í gær, að tillögu ríkislögreglustjóra, að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins. Heimild til þessa er í samræmi við 2. mgr. 2. gr. Schengen samningsins, sbr. 3. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 53/2002 um útlendinga, þar sem þessi atburður og þátttaka Hell´s Angels er talinn geta ógnað allsherjarreglu og þjóðaröryggi.Segir Hell´s Angels glæpasamtökRíkislögreglustjóri bendir á að Hell's Angels-vélhjólasamtökin standi fyrir skipulagðri glæpastarfsemi víða um lönd og falli sem slík undir skilgreiningu ESB um skipulagða glæpastarfsemi. Fyrir liggur dómur í Kanada þess efnis að Hell's Angels séu skipulögð glæpasamtök. Félagar í samtökunum hafa víða hlotið þunga dóma m.a. fyrir morð og fíkniefnasmygl. Samtökin tengjast m.a. fjárkúgunum, fíkniefnaviðskiptum, vændi og ofbeldisbrotum.Umsvif Hell's Angels á Norðurlöndum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi fara vaxandi. Þá hefur komið til blóðugra uppgjöra félaga í ólíkum gengjum vélhjólamanna á Norðurlöndum. Starfsemi þessari og veisluhöldum fylgir fíkniefnaneysla og ógn við frið og allsherjarreglu. Í Noregi og Danmörku hefur mikill meirihluti félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels hlotið dóma fyrir refsivert athæfi.„Í Noregi hefur vélhjólaklúbbum sem stunda skipulagða glæpastarfsemi fjölgað mjög á síðustu árum. Aukin umsvif og harðnandi samkeppni þeirra valda stjórnvöldum vaxandi áhyggjum. Yfirvöld dómsmála í Noregi ræða nú hvort stöðva beri alla félaga í vélhjólasamtökum, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, við landamærin. Innan lögreglu þar er nú sömuleiðis rætt af auknum þunga um nauðsyn þess að öllum félögum í alræmdum, erlendum vélhjólagengjum verði neitað um landgöngu í Noregi. Er þá m.a. vísað til stefnu stjórnvalda í Kanada, sem líkt og hin íslensku neita félögum í vélhjólasamtökum á borð við Hell's Angels um leyfi til landgöngu. Yfirvöld í Kanada telja að hver sá sem gerist félagi í vélhjólasamtökum á borð við Hell's Angels, Outlaws og Bandidos geri sér ljóst að þar sé um að ræða "bræðralag glæpamanna"," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra.Hell´s Angels hafi reynt að ná fótfestu hér„Tilraunir Hell's Angels til að ná fótfestu á Íslandi má rekja ein fimm ár aftur í tímann, hið minnsta. Viðbrögð lögreglu hafa jafnan verið á sama veg. Í upphafi árs 2002 voru danskir félagar í samtökum þessum stöðvaðir við komu til landsins og þeim meinuð landganga. Þeir höfðu m.a. hlotið dóma fyrir morð, manndrápstilraunir, fíkniefnasmygl og ofbeldisbrot. Sama ár barst starfsfólki í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn hótun frá Hell's Angels-samtökunum í Danmörku.Í júlí 2002 var félögum í norskum samtökum, sem tengdust Hell's Angels, meinuð landganga. Fimm norskum félögum í Hell's Angels var vísað úr landi í desember 2003. Árið 2004 var dönskum félögum í vélhjólasamtökunum Hog Riders vísað úr landi við komu til Keflavíkur.Reynslan kennir að hvarvetna sem Hell's Angels og önnur sambærileg vélhjólasamtök ná fótfestu fylgir aukin skipulögð glæpastarfsemi í kjölfarið. Þeirri viðleitni samtakanna fylgir og jafnan stóraukin hætta á hótunum, fjárkúgunum og ofbeldi.Viðbrögð lögreglu á Íslandi voru ákveðin á grundvelli þeirra upplýsinga sem hér er að finna og því mati að koma félaga í Hell's Angels til Íslands og viðleitni samtakanna til að ná fótfestu hér á landi fæli í sér alvarlega ógn við samfélag og allsherjarreglu," segir lögregla enn fremur. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa undirbúið aðgerðir vegna komu norrænna félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að Ríkislögreglustjóri fari með yfirumsjón aðgerðarinnar en lögreglarn á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með framkvæmd einstakra þátta aðgerðarinnar. Lögreglan greinir frá húsleit sinni og sérsveitarinnar í húsakynnum vélhjólaklúbbsins Fáfnis í tengslum við fíkniefnarannsókn lögreglustjóra Suðurnesja. Sérsveit var kölluð til vegna hættu sem talin er stafa af meðlimum klúbbsins og þar sem húsnæðið hefur verið víggirt. Vegna starfsemi klúbbsins kallaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til fulltrúa frá eldvarnareftirliti, rafmagnseftirliti, heilbrigðiseftirliti og byggingarfulltrúa. Á þessari stundu er ekki vitað um viðbrögð þessara aðila. Þá segir í tilkynningunni að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hafi fyrir skemmstu borist upplýsingar frá erlendum samstarfsaðilum um að fjölda Hell´s Angels meðlima væri stefnt til landsins vegna afmælisveislu hjá Fáfni um helgina. Afmælisveislan á að fara fram í leiguhúsnæði klúbbsins að Hverfisgötu 61 í Reykjavík. Upplýsingar lögreglu benda til að íslenskum aðilum sé einnig boðið til veislunnar.Dóms- og kirkjumálaráðherra ákvað í gær, að tillögu ríkislögreglustjóra, að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins. Heimild til þessa er í samræmi við 2. mgr. 2. gr. Schengen samningsins, sbr. 3. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 53/2002 um útlendinga, þar sem þessi atburður og þátttaka Hell´s Angels er talinn geta ógnað allsherjarreglu og þjóðaröryggi.Segir Hell´s Angels glæpasamtökRíkislögreglustjóri bendir á að Hell's Angels-vélhjólasamtökin standi fyrir skipulagðri glæpastarfsemi víða um lönd og falli sem slík undir skilgreiningu ESB um skipulagða glæpastarfsemi. Fyrir liggur dómur í Kanada þess efnis að Hell's Angels séu skipulögð glæpasamtök. Félagar í samtökunum hafa víða hlotið þunga dóma m.a. fyrir morð og fíkniefnasmygl. Samtökin tengjast m.a. fjárkúgunum, fíkniefnaviðskiptum, vændi og ofbeldisbrotum.Umsvif Hell's Angels á Norðurlöndum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi fara vaxandi. Þá hefur komið til blóðugra uppgjöra félaga í ólíkum gengjum vélhjólamanna á Norðurlöndum. Starfsemi þessari og veisluhöldum fylgir fíkniefnaneysla og ógn við frið og allsherjarreglu. Í Noregi og Danmörku hefur mikill meirihluti félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels hlotið dóma fyrir refsivert athæfi.„Í Noregi hefur vélhjólaklúbbum sem stunda skipulagða glæpastarfsemi fjölgað mjög á síðustu árum. Aukin umsvif og harðnandi samkeppni þeirra valda stjórnvöldum vaxandi áhyggjum. Yfirvöld dómsmála í Noregi ræða nú hvort stöðva beri alla félaga í vélhjólasamtökum, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, við landamærin. Innan lögreglu þar er nú sömuleiðis rætt af auknum þunga um nauðsyn þess að öllum félögum í alræmdum, erlendum vélhjólagengjum verði neitað um landgöngu í Noregi. Er þá m.a. vísað til stefnu stjórnvalda í Kanada, sem líkt og hin íslensku neita félögum í vélhjólasamtökum á borð við Hell's Angels um leyfi til landgöngu. Yfirvöld í Kanada telja að hver sá sem gerist félagi í vélhjólasamtökum á borð við Hell's Angels, Outlaws og Bandidos geri sér ljóst að þar sé um að ræða "bræðralag glæpamanna"," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra.Hell´s Angels hafi reynt að ná fótfestu hér„Tilraunir Hell's Angels til að ná fótfestu á Íslandi má rekja ein fimm ár aftur í tímann, hið minnsta. Viðbrögð lögreglu hafa jafnan verið á sama veg. Í upphafi árs 2002 voru danskir félagar í samtökum þessum stöðvaðir við komu til landsins og þeim meinuð landganga. Þeir höfðu m.a. hlotið dóma fyrir morð, manndrápstilraunir, fíkniefnasmygl og ofbeldisbrot. Sama ár barst starfsfólki í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn hótun frá Hell's Angels-samtökunum í Danmörku.Í júlí 2002 var félögum í norskum samtökum, sem tengdust Hell's Angels, meinuð landganga. Fimm norskum félögum í Hell's Angels var vísað úr landi í desember 2003. Árið 2004 var dönskum félögum í vélhjólasamtökunum Hog Riders vísað úr landi við komu til Keflavíkur.Reynslan kennir að hvarvetna sem Hell's Angels og önnur sambærileg vélhjólasamtök ná fótfestu fylgir aukin skipulögð glæpastarfsemi í kjölfarið. Þeirri viðleitni samtakanna fylgir og jafnan stóraukin hætta á hótunum, fjárkúgunum og ofbeldi.Viðbrögð lögreglu á Íslandi voru ákveðin á grundvelli þeirra upplýsinga sem hér er að finna og því mati að koma félaga í Hell's Angels til Íslands og viðleitni samtakanna til að ná fótfestu hér á landi fæli í sér alvarlega ógn við samfélag og allsherjarreglu," segir lögregla enn fremur.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira