Innlent

Sólin skein á sumardaginn fyrsta

Sólin skein á flesta landsmenn í dag á sumardaginn fyrsta. Reykvíkingar fjölmenntu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Það er ekki alltaf á vísan að róa með sumarið á sumardaginn fyrsta. En í dag skein sólin víða um land þótt ekki hafi beinlínis verið stuttbuxnaveður venju fremur. Stilla var í Reykjavík en flestir voru vel búnir á vorhátíð Tónabæjar í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum og skemmtu sér við eitt og annað. Léku sér við rottur, horfðu á seli, ferðuðust í lest og hræddu úr sér líftóruna. Krakkarnir voru ekki allir sannfærðir um að sumarið væri komið en bjartsýn þó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×