Fjölbreytt og réttlátt menntakerfi 19. apríl 2007 05:00 Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í lífinu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt. Eftir að báðir foreldrar fóru út á vinnumarkaðinn hefur þróunin orðið sú að börnin eru mestan tíma sólarhringsins í skólanum. Það er því ákaflega mikilvægt að skólakerfið sé sniðið að þörfum barnanna og taki mið af einstaklingnum ekki síður en heildinni. Við Vinstri græn viljum að innan skólakerfisins rúmist mismunandi straumar og stefnur svo að bæði börn og foreldrar geti valið það sem hentar þeim best. Það teljum við að best sé gert með því meðal annars að draga úr miðstýringu, fara nýjar leiðir í mati á námsárangri þannig að skólastarfið miðist ekki eingöngu við próf, ýta undir og taka vel á móti frumkvæði fagfólks og gefa þeim hugmyndafræðilegt frelsi innan skólakerfisins og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Innan skólakerfisins þarf líka að vera bæði tími og rými fyrir mikinn leik og sköpun barna. Ekki veitir af að börn fái að vera börn og leika sér eins lengi og mögulegt er. Hvernig sjá Vinstri græn fyrir sér menntakerfi til framtíðar?Fjölbreytni er góð – skólagjöld er mismununMismunandi straumar og stefnur innan skólakerfisins gera það að verkum að hver og einn ætti að eiga auðveldara með að finna skóla við hæfi barna sinna og foreldrar geta þá valið hvað þeim finnst henta best.Innan hins opinbera menntakerfis þarf að vera rúm fyrir sjálfstætt framtak fagfólks og hugmyndafræðilegt frelsi. Þeir sjálfstæðu skólar sem nú eru reknir fá allir framlög frá hinu opinbera. Það þarf hins vegar að gera breytingar í kerfinu þannig að hægt sé að bjóða upp á hið sjálfstæða framtak fagfólks og mismunandi aðferðir innan kerfisins en afnema með öllu skólagjöld því þau eru eingöngu til þess að mismuna börnum. Við teljum að öll börn eigi að hafa þetta val, en ekki einungis þau sem koma frá efnaðri heimilum.Breyttar áherslur – lýðræði, leikur og líðanÍ stefnuskrá Vinstri grænna í menntamálum kemur fram að við viljum afnema samræmd próf og opna fyrir nýjar leiðir í mati á skólastarfi og námsárangri. Einnig viljum við ýta undir einstaklingsmiðað nám í mun víðari skilningi þess heldur en eingöngu að það taki mið af því hversu hratt hver nemandi fer í gegnum hið hefðbundna námsefni. Að okkar mati þurfa börnin líka að hafa frelsi til þess að velja í auknum mæli um listir, íþróttir, handverk eða vísindi ef áhugi þeirra liggur á einu sviði framar öðru. Þar að auki teljum við að nemendur eigi að fá frelsi til að koma að mótun skólastarfsins í auknum mæli og læra lýðræðisleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Kjör og menntun kennaraMenntun og umönnun barna okkar er með verðmætustu störfum samfélagsins því þar er grunnurinn lagður að framtíðinni. Nauðsynlegt er að tryggja kennurum og fagfólki góð kjör og verður það að teljast góð langtímafjárfesting samfélagsins í heild. Að mati okkar Vinstri grænna þarf einnig að leggja aukna áherslu á símenntun kennara og rannsóknir í skólastarfi.Auk þess sem hér er nefnt má líka bæta við að í menntastefnu okkar leggjum við áherslu á móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda auk menntunar í sjálfbærni og jafnrétti fyrir öll skólastig. Á framhaldsskólastiginu viljum við tryggja jafnrétti til náms þannig að landsbyggðin hafi aukinn aðgang að menntun og skólagjöld verði afnumin. Við teljum mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms með því meðal annars að ungmennum á landsbyggðinni sé tryggður aðgangur að menntun til 18 ára aldurs. Einnig viljum við að ungt fólk geti fengið stúdentspróf af öllum námsbrautum, hvort sem um er að ræða verknám, listnám eða hinar hefðbundnu leiðir. Okkar stefna gengur út á að byggja góðan grunn fyrir framtíð landsins með góðri og fjölbreyttri menntun sem öll er metin að verðleikum. Kíkið á stefnuna á heimasíðu okkar vg.is. Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í lífinu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt. Eftir að báðir foreldrar fóru út á vinnumarkaðinn hefur þróunin orðið sú að börnin eru mestan tíma sólarhringsins í skólanum. Það er því ákaflega mikilvægt að skólakerfið sé sniðið að þörfum barnanna og taki mið af einstaklingnum ekki síður en heildinni. Við Vinstri græn viljum að innan skólakerfisins rúmist mismunandi straumar og stefnur svo að bæði börn og foreldrar geti valið það sem hentar þeim best. Það teljum við að best sé gert með því meðal annars að draga úr miðstýringu, fara nýjar leiðir í mati á námsárangri þannig að skólastarfið miðist ekki eingöngu við próf, ýta undir og taka vel á móti frumkvæði fagfólks og gefa þeim hugmyndafræðilegt frelsi innan skólakerfisins og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Innan skólakerfisins þarf líka að vera bæði tími og rými fyrir mikinn leik og sköpun barna. Ekki veitir af að börn fái að vera börn og leika sér eins lengi og mögulegt er. Hvernig sjá Vinstri græn fyrir sér menntakerfi til framtíðar?Fjölbreytni er góð – skólagjöld er mismununMismunandi straumar og stefnur innan skólakerfisins gera það að verkum að hver og einn ætti að eiga auðveldara með að finna skóla við hæfi barna sinna og foreldrar geta þá valið hvað þeim finnst henta best.Innan hins opinbera menntakerfis þarf að vera rúm fyrir sjálfstætt framtak fagfólks og hugmyndafræðilegt frelsi. Þeir sjálfstæðu skólar sem nú eru reknir fá allir framlög frá hinu opinbera. Það þarf hins vegar að gera breytingar í kerfinu þannig að hægt sé að bjóða upp á hið sjálfstæða framtak fagfólks og mismunandi aðferðir innan kerfisins en afnema með öllu skólagjöld því þau eru eingöngu til þess að mismuna börnum. Við teljum að öll börn eigi að hafa þetta val, en ekki einungis þau sem koma frá efnaðri heimilum.Breyttar áherslur – lýðræði, leikur og líðanÍ stefnuskrá Vinstri grænna í menntamálum kemur fram að við viljum afnema samræmd próf og opna fyrir nýjar leiðir í mati á skólastarfi og námsárangri. Einnig viljum við ýta undir einstaklingsmiðað nám í mun víðari skilningi þess heldur en eingöngu að það taki mið af því hversu hratt hver nemandi fer í gegnum hið hefðbundna námsefni. Að okkar mati þurfa börnin líka að hafa frelsi til þess að velja í auknum mæli um listir, íþróttir, handverk eða vísindi ef áhugi þeirra liggur á einu sviði framar öðru. Þar að auki teljum við að nemendur eigi að fá frelsi til að koma að mótun skólastarfsins í auknum mæli og læra lýðræðisleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Kjör og menntun kennaraMenntun og umönnun barna okkar er með verðmætustu störfum samfélagsins því þar er grunnurinn lagður að framtíðinni. Nauðsynlegt er að tryggja kennurum og fagfólki góð kjör og verður það að teljast góð langtímafjárfesting samfélagsins í heild. Að mati okkar Vinstri grænna þarf einnig að leggja aukna áherslu á símenntun kennara og rannsóknir í skólastarfi.Auk þess sem hér er nefnt má líka bæta við að í menntastefnu okkar leggjum við áherslu á móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda auk menntunar í sjálfbærni og jafnrétti fyrir öll skólastig. Á framhaldsskólastiginu viljum við tryggja jafnrétti til náms þannig að landsbyggðin hafi aukinn aðgang að menntun og skólagjöld verði afnumin. Við teljum mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms með því meðal annars að ungmennum á landsbyggðinni sé tryggður aðgangur að menntun til 18 ára aldurs. Einnig viljum við að ungt fólk geti fengið stúdentspróf af öllum námsbrautum, hvort sem um er að ræða verknám, listnám eða hinar hefðbundnu leiðir. Okkar stefna gengur út á að byggja góðan grunn fyrir framtíð landsins með góðri og fjölbreyttri menntun sem öll er metin að verðleikum. Kíkið á stefnuna á heimasíðu okkar vg.is. Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun