Heilmikið húllumhæ 22. mars 2007 09:15 Hópur verslunarfólks í Borgarnesi sem heldur upp á 140 ára afmælið í dag. Haldið verður upp á 140 ára verslunarafmæli Borgarness í dag. Skólahljómsveit Akraness, undir stjórn Önnu Bjarkar Nikulásardóttur, fer fyrir skrúðgöngu frá Hyrnutorgi að Landnámssetri í fylgd unglinga úr Óðali í Borgarnesi klukkan 15.00. Verður förinni heitið að Landnámssetrinu þar sem viðamikil dagskrá verður haldin í allan dag. Víða annars staðar í bænum verða jafnframt ýmsar uppákomur. „Þetta verður heilmikið húllumhæ," segir Fríða Sveinsdóttir, verkefnisstjóri. Hún segir að megnið af dagskránni séu skemmtiatriði úr sveitarfélaginu. „Það er gaman að geta þess að tónlistarskólinn er með tvö atriði en skólinn var stofnaður í tilefni af hundrað ára afmæli Borgarness, þannig að hann á fjörutíu ára afmæli," segir Fríða. „Síðan verður sýnd mynd sem Einar Ingimundarson tók sem ég veit að margir hlakka til að sjá. Hún var tekin á afmælisdeginum fyrir fjörutíu árum og sýnir mannlífið á þeim degi." Fríða segir að Borgarnes sé ennþá mikill verslunarbær, 140 árum eftir að hann fékk löggildingu. Sér hún fram á bjarta framtíð í bæjarfélaginu. „Borgarnes hefur verið og er ennþá þjónustukefli fyrir þá sem búa hérna og þá sem eiga hér leið um. Það er afskaplega gott hljóðið í okkur og gengur alltaf afar vel. Það hefur verið mikill uppgangur bæði í atvinnulífi og íbúaþróun. Við erum með tvo háskóla í þessu sveitarfélagi og síðan kemur menntaskóli í haust þannig að það er flott framtíð hjá okkur." Í tilefni af afmælinu eru allir þeir sem hafa yfir að ráða fánastöngum í Borgarnesi hvattir til að draga fána að húni í dag. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fengið sjö heilablæðingar en vill alls ekki láta vorkenna sér Lífið Fleiri fréttir Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Sjá meira
Haldið verður upp á 140 ára verslunarafmæli Borgarness í dag. Skólahljómsveit Akraness, undir stjórn Önnu Bjarkar Nikulásardóttur, fer fyrir skrúðgöngu frá Hyrnutorgi að Landnámssetri í fylgd unglinga úr Óðali í Borgarnesi klukkan 15.00. Verður förinni heitið að Landnámssetrinu þar sem viðamikil dagskrá verður haldin í allan dag. Víða annars staðar í bænum verða jafnframt ýmsar uppákomur. „Þetta verður heilmikið húllumhæ," segir Fríða Sveinsdóttir, verkefnisstjóri. Hún segir að megnið af dagskránni séu skemmtiatriði úr sveitarfélaginu. „Það er gaman að geta þess að tónlistarskólinn er með tvö atriði en skólinn var stofnaður í tilefni af hundrað ára afmæli Borgarness, þannig að hann á fjörutíu ára afmæli," segir Fríða. „Síðan verður sýnd mynd sem Einar Ingimundarson tók sem ég veit að margir hlakka til að sjá. Hún var tekin á afmælisdeginum fyrir fjörutíu árum og sýnir mannlífið á þeim degi." Fríða segir að Borgarnes sé ennþá mikill verslunarbær, 140 árum eftir að hann fékk löggildingu. Sér hún fram á bjarta framtíð í bæjarfélaginu. „Borgarnes hefur verið og er ennþá þjónustukefli fyrir þá sem búa hérna og þá sem eiga hér leið um. Það er afskaplega gott hljóðið í okkur og gengur alltaf afar vel. Það hefur verið mikill uppgangur bæði í atvinnulífi og íbúaþróun. Við erum með tvo háskóla í þessu sveitarfélagi og síðan kemur menntaskóli í haust þannig að það er flott framtíð hjá okkur." Í tilefni af afmælinu eru allir þeir sem hafa yfir að ráða fánastöngum í Borgarnesi hvattir til að draga fána að húni í dag.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fengið sjö heilablæðingar en vill alls ekki láta vorkenna sér Lífið Fleiri fréttir Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Sjá meira