Lífið

Hættulegt að vera rokkstjarna

Cobain var háður ýmsum efnum og féll fyrir eigin hendi árið 1994
Cobain var háður ýmsum efnum og féll fyrir eigin hendi árið 1994 MYND/Getty

Rannsókn sem náði til rúmlega þúsund rokkstjarna í Bretlandi og Norður-Ameríku og spannaði tímabilið 1956 til 2005 leiðir í ljós að 100 af þeim, eða um 10 prósent, létust fyrir aldur fram. Rannsóknin var gerð af miðstöð lýðheilsumála í John Moores háskólanum í Liverpool.

Meðal þeirra hundrað sem létust eru Elvis Presley, Jim Morrison, Jimi Hendrix, Sid Vicious og Kurt Cobain. Um fjórðung dauðsfalla var hægt að rekja til misnotkununar á áfengi og fíkniefnum.

Rannsóknin leiðir í ljós að í Bretlandi eru mestar líkur á að stjörnurnar látist á fyrstu fimm árum frægðarinnar. Það munstur kom þó ekki fram í Norður-Ameríku en þar er líklegast að stjörnurnar deyi fyrir aldur fram sökum hjarta- og æðasjúkdóma.

Talið er að stress, skyndileg frægð og gott aðgengi að ávanabindandi efnum sé meðal þess sem orsaki skyndilegan dauða stjarnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.